12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í C-deild Alþingistíðinda. (798)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Pétur Jónsson:

Það gleður mig, menn eru óánægðir með breytingar Ed. á frumv. eða þessa. tilfærslu hennar á símalinum úr 2. flokki í 1. flokk. Eg álít þær ekki vera til annars en spilla tilgangi laganna.

Hitt kemur mér á óvart, að menn skuli álíta það óaðgengilegt, að taka afleiðingunum af ákvæðum símalaganna 1912. Eg get vel borið um það, því að eg var einn af flutningsmönnum frumv. 1911, að það var upphaflega tilgangur okkar, að tekjuafganginum af símunum — þegar vextir væru dregnir frá yrði varið til nýrra síma. Þessi reikningur átti því að standa sérstakur fyrir utan landsreikninginn. Því er það ekki nema. eðlilegt, að stjórnin komi fram með þetta nú.

Það liggur engin veðsetning eða nokkuð, sem getur lítillækkað okkur, í þessu ákvæði. Það kemur engum við nema okkur og er ekki annað en ákvörðun okkar um það, hvernig við ætlum að verja ákveðnum hluta af tekjum landssjóðs. Og ef þetta ákvæði getur orðið til þess að greiða okkur veg fyrir nýju láni með sérlega hagkvæmum kjörum, þá er því sjálfsagðara að samþykkja það. Það er óheppilegt að vera að kasta slíkum kostaboðum frá sér af eintómum rembingi.

Það er ekki rétt hjá háttv. 1. þingm. S.-Múl. (J. Ól.), að þessar Símalagningar geti beðið. Tilgangur laganna var sá, að lokið yrði við allar annars flokka línur sem fyrst — og einmitt með því að taka lán. Aðstaða kauptúna og sjávarútvegsstaða, sem ekki hafa náð í síma enn þá, er sú, að þeir óefað dragast aftur úr í allri samkepni, fái þeir ekki síma sem fyrst. Og þeir eru ver farnir fyrir sitt leyti heldur en þó aldrei hefði nokkur simi verið lagður um landið. Þetta ákvæði, sem hér er um að ræða, verður nú til að flýta mikið fyrir símalagningu til þessara staða og setja þá í samband við aðalstöðvarnar. Einnig gerir það það að verkum. að þriðja fl. símarnir fást sem fyrst. Því fyr sem 2. flokks Símunum er lokið, því fyrri byrjar á þriðja flokks. Eg er viss um, að það er ekkert mál, sem okkur ríður meira á að flýtt sé fyrir en einmitt símamálið.