12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í C-deild Alþingistíðinda. (800)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Ráðherrann (H.H.):

Ástæðurnar, sem færðar hafa verið fyrir því, að ekki lægi á lántöku, eru ekki á neinum rökum bygðar.

Háttv. þingm. Seyðf. (V.G.) tók það fram, að ekki bæri að leggja síma sunnanlands yfir sandana. Hér við er það að athuga, að það hefir engum dottið í hug. Það er að eins misminni eða rangfærsla hjá inum háttv. þingmanni. Það er ákveðið í lögunum að leggja síma til Hornafjarðar að austan og austur á Síðu að vestan, en að leggja síma yfir sandana hefir hvergi verið ákveðið. Það er hvergi gert ráð fyrir því í lögunum, og það liggur ekkert fyrir í þessa átt, annað en umtal um, hvort það mundi vera hægt einhverntíma í framtíðinni. En það liggur á að taka þetta lán vegna símalaganna, sem fyrirskipa framkvæmdirnar, og ákveða, að þær skuli framkvæma fyrir lánsfé, svo að ekki var hægt að koma inn í fjárlögin veitingu til nýrra símalagninga. Stjórnin hlýtur að ganga út frá því, að það sé framkvæmt, sem lög skipa fyrir. Þeir sem vilja apilla fyrir þessari lántöku, koma því til leiðar, að landssjóður neyðist til að taka miklu dýrari peninga með miklu óhentugri kjörum heldur en hér er um að ræða, og það getur jafnvel ef til vill munað 10% eða meiru, að eins í afföllum á höfuðstól.

Alt þetta tal um veðsetningu er ekki annað en grýla, fundin upp af mótstöðumönnum frumvarpsina til þess að fæla menn frá að aðhyllast það.

Að sleppa þessu tækifæri er ekki annað en fásinna bygð á misskilningi, eða þá, — visnunarpólitík.