12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 985 í C-deild Alþingistíðinda. (816)

106. mál, lánsdeild við Fiskveiðasjóð Íslands

Kristinn Daníelsson:

Eg vil að eins gera stutta athugasemd. Sjávarútvegsnefndin hefir haft þetta mál til meðferðar og athugað það sérstaklega, af því að áskorun barst um það frá fiskiþinginu. Hún hefir komist að sömu niðurstöðu, sem sé þeirri, að ekki sé hægt að koma lögunum í framkvæmd nú, vegna þess að bréfin eru nú óseljanleg. Eg vil leyfa mér fyrir hönd þeirrar nefndar að leggja á móti þessari framlengingu lengur en fyrir eitt fjárhagstímabil, einkum þar eð áskorun þess efnis hefir komið fram frá Fiskveiðafélaginu.