13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 988 í C-deild Alþingistíðinda. (820)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Kristján Jónsson:

Eg greiddi atkvæði á móti þessu frv. við 2. umr. málsins, og vildi nú gera grein fyrir ástæðum mínum til þess; ýmis atvik lágu til þess, að eg eigi gerði það þá þegar. En jafnframt stend eg upp til þess, að spyrja, hvers vegna ekki er ákveðið í frumvarpinu, að kosning á borgaratjóra skuli vera leynileg. Það er þó langt síðan að sú regla hefir verið tekin upp við allar meiri háttar kosningar, og þessi kosning er svo mikils varðandi, að full ástæða væri til að fylgja þessari sömu reglu um hana.

Eg hygg, að hér þurfi breytingar við. Það stendur að vísu í frumvarpsgreininni að stjórnarráðið skuli setja nánari reglur um kosninguna eftir tillögum bæjarstjórnar. En þar í getur ekki verið falið ið mjög mikilsverða atvik, hvort hún eigi að vera leynileg eða ekki. Og þá finst mér það harla undarlegt, að láta stjórnarráðið setja þessar reglur. Þetta er því alveg óviðkomandi. Það heyrir þó frekar undir verksvið bæjarstjórnarinar. Að því er aðalefni frumv. snertir, vil eg minna á það, að árið 1907 voru samin lög, er breyttu fyrirkomulaginu, er þá var þannig, að bæjarfógetinn hætti að vera framkvæmdarstjóri bæjarstjórnarinnar. Embætti bæjarfógetana var skift í tvent: lögreglustjórsembættið eða ið eiginlega bæjarfógetsembætti og borgarstjórsembættið. Frumv. til þessara laga var samið af bæjarstjórn Reykjavíkur og samþykt mikið til óbreytt af Alþingi; mér er þetta kunnugt, því að eg var ásamt hv. þingm. Vestm. (J. M.) í nefnd, þeirri er bæjarstjórnin kaus til að semja uppkast að lögunum. Spurningin var þá sú, hvort eðlilegra væri, að landsstjórnin eða konungur skipaði borgaratjóra, eins og verið hafði um bæjarfógetann, eða að bæjarstjórnin sjálf kysi hann, og þetta síðara varð ofan á, einmitt með tilliti til þess, að maðurinn átti að öllu leyti að vera launaður úr bæjarsjóði. Ef svo hefði verið ákveðið, að laun borgaratjóra skyldu að nokkru eða öllu leyti vera greidd úr landssjóði, er eg fullviss um að þá hefði jafnframt verið fyrirskipað, að konungur skyldi útnefna hann. —

Þá datt engum í hug að fara svo langt, að ympra á því að allur almenningur í bænum skyldi kjósa borgarstjórann. Mér er það fullkunnugt, að þeir sem þá fjölluðu um þetta mál, kusu miklu heldur að gömlu reglunni væri fylgt, að konungur skipaði hann, en að kosningin væri fengin í hendur öllum almenningi. En sú úrlausn, sem ofan á varð, þótti þó eðlilegust. Því að þá var litið svo á, að hér væri í raun og veru ekki um neina kosningu að ræða, heldur miklu fremur um ráðningu manns. Bæjarstjórnin ræður borgaratjórann, eða útvegar sér hann. Borgarstjórinn er eiginlega ekkert annað en framkvæmdarstjóri bæjarstjórnarinnar. Og hvað er eðlilegra en að bæjarstjórnin sjálf ráði sér framkvæmdaratjóra sinn? Borgarstjórinn hefir í raun réttri ekkert sjálfstætt vald, hann getur engar ályktanir gert sua sponte, hann á einungis að framkvæma ályktanir bæjarstjórnarinnar og sjá um að fyrirmælum hennar sé fylgt. Það er að eins í 5. gr. laganna frá 22. Nóvember 1907, sem talað er um sjálfatætt vald borgarstjórans, að honum er heimilað að fella úr gildi um sinn ákvarðanir bæjarstjórnarinnar, þangað til þær hafa verið bornar undir stjórnarráðið. Að öðru leyti er vald hans ekkert annað né meira en framkvæmdarvald, að vald til að framkvæma ályktanir bæjarstjórnarinnar, svo og skylduverk, þau er löggjöfin leggur á bæjarstjórnina eða formann hennar. Og þess vegna er það rétt, að bæjarstjórnin ein tilnefni hann eða ráði bann, eins og réttara er að segja.

Eg get heldur ekki séð; að nein atvik hafi komið fram síðan 1907, er réttlæti það, að farið verði nú að breyta þessu. Það er þvert á móti varhugavert að ýmsu leyti. Kosningarrrétturinn hefir verið færður mjög út síðan, þar sem kvenfólk yfirleitt og vinnuhjú hafa öðlast kosningarrétt, ef þau að eina greiða gjald í bæjarsjóð. Það er æði mikið atökk út í bláinn að fela nú um 4000 manna kosningu á þessum manni, og eg get eigi látið vera að bera kviðbeyg fyrir því, að þar með sé farið inn á afar hættulega braut. Eg er hræddur um, að skrílskrumarar og æsingamenn fái þá æði miklu ráðið um kosninguna og er ekki séð, hvaða dilk það getur dregið á eftir sér, þegar um jafn mikilsvarðandi embætti er að ræða.

Háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.) mælti mjög með frumvarpinu og gat um, að það væri almenn regla í enskumælandi löndum að kjósa borgarstjórana með því fyrirkomulagi, sem hér er farið fram á. Það er rétt, þetta er almenn regla í Ameríku. En það orð hefir ekki farið af bæjarstjórnunum í Ameríku, sérstaklega í Nýja-Englandi, t. d. í borgunum New-York og Philadelphiu, að vert sé að taka sér þær til fyrirmyndar. Hvergi hefir önnur eins »corruption«, siðspilling, komist inn í bæjarstjórnirnar og einmitt þar, og er það að allmiklu leyti kent kosningarfyrirkomulaginu á borgarstjórunum.

Í Englandi, að mindta kodti í London, er borgarstjórinn — Lord Mayor — kosinn af fáum mönnum, eða af »corps«, þ. e. flokk manna, sem til þess er kosinn af borgurunum. Sama fyrirkomulag er í Birmingham eða svo var það að minsta koati þegar Chamberlain var kosinn borgarstjóri þar fyrir mörgum árum síðan, og mun þessi regla vera almenn á Englandi. Þetta er tvöföld kosning og þess vegna alt annað fyrirkomulag, en hér er farið fram á.

Það hefir verið sagt, að þetta væri eindreginn vilji bæjarbúa. Eg veit vel að þetta hefir verið »glansnúmer« á öllum borgarafundum upp á síðkastið. En eg er nú orðinn svo reyndur borgari hér í Reykjavík, að eg legg ekki mikið upp úr öllum þeim borgarafundarsamþyktum, sem hægt er að fá framgengt við hin og þessi tækifæri. Það er vitanlega ekkert annað en óp þeirra sem æpa hæst. Mér hefir verið tjáð, að á bæjarstjórnarfundinum, þar sem til . laga í þessa átt var samþykt, hafi setið 10 bæjarfulltrúar, 2 hafi greitt atkvæði á móti og einn setið hjá. Eftir því eru það einir 7 menn — eða ekki helmingur bæjarstjórnarinnar, — sem tillögunni hafa greitt atkvæði. Þetta er nú hennar fylgi í sjálfri bæjarstjórninni. Og það þori eg að fullyrða, að allur fjöldi inna gætnari manna í bænum eru þessari ráðabreytni mótfallnir.

Þetta vildi eg hafa sagt til þess að réttlæta það að eg hefi greitt og mun greiða atkvæði á móti frumvarpinu.