13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1051 í C-deild Alþingistíðinda. (835)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Ráðherrann (H. H.):

Það liggur í hlutarins eðli, að eg get ekki haldið neina samanhangandi ræðu til að svara öllum þessum háttv. herrum, sem hafa ávarpað mig. Eg ætla einungis að leitast við að svara einstökum atriðum, sem borið hafa á góma, og reyni eg að fylgja þeim í þeirri röð sem þau komu fram.

Fyrst ætla eg að segja það viðvíkjandi háttv. framsögum. fjárlaganefndarinnar (P. J.), að því fór fjarri því að eg með ummælum mínum um upphæð tekjuhallana vildi bera honum á brýn, að hann hefði skýrt órétt frá; eg vildi einungis segja, að á það mætti líta frá öðru sjónarmiði. Það sem eg sagði um brúna á Jökulsá, að eg teldi það áhættuspil eða jafnvel glæfralegt fyrirtæki að setja fé í það, var heldur alls ekki svo að skilja, að eg vildi liggja nefndinni á hálsi fyrir að hafa komið með þessa tillögu. Eg vildi einungis láta menn vita, hvernig verkfræðingurinn litur á það mál, og að eg gæti ekki álitið það heppileg skifti, að taka Jökulsárbrúna í staðin fyrir Eyjafjarðarárbrúna.

Þá skal eg snúa máli mínu stuttlega að inum virðulegu ásækjendum mínum. Háttv. þm. N.-Þing. (B. SV.) varð fyrstur til þess að fara í eldhúsið. Það gleður mig, að ekki er alveg fallið niður ið gamla íslenzka búverk að þeyta flautir, sem annars er orðið svo fátítt. Því að þótt þunt væri og næringarlítið, það sem hann hafði til flautargerðarinnar, þá gat hann samt þyrlað sér talsvert upp á því. Eg heyrði jafnvel fólk segja: »Nei, sjáum til, hann er bara orðinn fyndinn«. Hann byrjaði á því, að eg hefði brotið á móti öllum greinum stefnuskrár minnar, er eg hefði sett mér í fyrra og hann kvað hafa verið fólgna í þremur atriðum: að efla friðinn í landinu, að auka lánstraust landsins út á við og að leiða sambandsmálið til lykta.

Þetta er nú fyrst og fremst ekki nákvæmlega rétt, af því að eg gaf alls ekki út neina stefnuskrá. Eg sagði einungis í stuttri ræðu, þegar eg tók við ráðherraembættinu í fyrra, að okkur lægi mikið á trausti og samúð annara þjóða, og til þess þyrftum við að leggja niður innanlandsþrætur, enda væri það skilyrðið fyrir því, að sambandsmálið fengi framgang. Hann hélt því fram, að þetta hefði alt mislánast. Háttv. þingmaður veit þó, að Róm var ekki bygð á einum degi. Það er ekki öll nótt úti enn; og þó að ekki hafi tekist á einu ári að bæta öll þau helgispell, sem hann sjálfur hefir verið með til að vinna á því, sem lýtur að hag og trausti þjóðarinnar, þá er ekki þar með sagt að það takist aldrei. Það er ekki gert í snatri að bæta fyrir alt það glapræði, sem ábyrgðarlausir glópaldar hafa haft í frammi in síðari ár og orðið hefir til þess, að útlendar þjóðir, sem áður höfðu samúð með okkur, spyrja nú undrandi: Hvers konar þjóð er þetta, sem þannig fer að ráði sínu? Slíku áliti á okkur hefir verið komið inn hjá útlendum þjóðum in síðari ár, og hér verða allir góðir ættjarðarvinir að leggjast á eitt, að reyna að reisa við okkar horfna traust.

Þá sagði háttv. þingmaður (B. SV.), að eg hefði í stað þess að efla frið í landinu orðið til þess að vekja sundrungu og tvístring með þjóðinni. Eg veit ekki, hvort allir eru honum samdóma um þetta. Eg hygg, að því verði ekki neitað, að þegar blað hans sjálfs, sem eg ekki tek mér í munn að nefna, er ekki talið með, þá hafi tónninn í hinum blöðunum, betri blöðunum, verið allur annar og sömuleiðis öðruvís talað á fundum en áður tíðkaðist, nema ef vera skyldi á þingfundum og flokksfundum, þar sem háttv. þm. N.- Þing. (B. Sv.) eða aðrar eldabuskur ófriðarins standa fyrir svörum. Sá friðsemdar og kurteisistónn, sem betri blöðin hafa látið upp, er einmitt að þakka þeim tilraunum, sem gerðar voru til þess að sameina hugi manna um sambandamálið, reyndar ekki af mér einum, heldur af ýmsum öðrum mönnum og er eg að eins einn af þeim.

Hvað það snertir, að stjórnarflokkurinn hafi klofnað eða skifst, þá er þar ekki að ræða um neina sundrung eða tvístring með þjóðinni. Þingflokkur er ekki þjóðin, og hér er ekkert að orðið annað en það, að þingflokkur hefir skifst vegna nafna, ekki vegna stefnunnar, en stefna ins gamla flokks hefir ekkert breyzt né klofnað út um landið. Og þó að nokkrir menn úr fyrnefndum þingflokki stjórnarinnar hafi nú hlaupið í lið með ákveðnustu mótstöðumönnum stjórnarinnar, þá táknar það engan veginn neina skoðanabreyting hjá kjósendum í aðalmálum þjóðarinnar. Það er því ekki hægt að slá upp stórum bakstri úr sundrunginni, er eg hafi valdið.

Þá sagði háttv. þingmaður, að eg hefði vakið ótraust á landinu með því að fá tilboð um lán frá ritsímafélaginu, þar sem heimtað sé veð af landssjóði. Eg skil ekki þennan hugsanagang. Ef það er rétt, að skilmálarnir fyrir lánstilboðinu feli í sér eitthvert vantraust, þá er eftir réttri rökfræði ekki hægt að fá út úr því annað en það, að eg hafi haft á réttu að standa í fyrra, að lánstraust þjóðarinnar væri eitthvað bilað. En það er ekki mér að kenna. Þetta var orðið þannig áður en eg tók við í fyrra.

Og í því efni er háttv. þingmaður sjálfur ekki saklaus. Nú mæta manni, hvar sem maður leitar fyrir sér um fé eða framkvæmdir fyrir þetta land, spurningar eins og þessar: Hvað stendur til í þessu landi? Hvað ætla þessir þjóðrembingskappar sér að fara langt ? Hvert eru þessir blindu leiðtogar að toga þjóðina?. Þetta sannar að eins mitt mál, að ekki veiti af að beitt sé hyggni, stillingu og skynsemd til þess að rétta við aftur traust útlendra þjóða á landinu, það traust, sem þessi þingmaður hefir verið með til að eyðileggja.

Þá gerði hann mikið veður út af þeim óförum, sem eg hefði farið í sambandsmálinu. Eg skil ekki að hann skuli dirfast að taka sér það orð í munn. Hann er sannarlega ekki þess verður að nefna það. Ef háttv. þm. N.- Þing. verður nokkurn tíma minst á ókomnum tímum, þá verður það í sambandi við það, að hann var einn af þeim mönnum, sem hjálpuðust að því að eyðileggja þetta landsins bezta og mesta mál. Hann sagði, að það hefði verið furðuleg dirfska af mér, að ætla nú að vekja það mál upp af nýju, eftir ófarirnar sem eg hefði farið 1909, þegar svo og svo margir hefðu lýst vantrausti sínu á mér fyrir að flytja það mál. Það var skárri dirfskan! Man hann ekki eftir, hvernig fór fyrir flokk hans við næstu kosningar á eftir, þegar meiri hluti þeirra þingmanna er á móti málinu höfðu verið, féllu eins og flugur. (Benedikt Sveinsson: Það var af alt öðrum ástæðum). Eg hefði miklu fremur átt skilið traustayfirlýsingu heldur en vantraustsyfirlýsingin, enda var það látið í ljós í hér um bil í hverjum einasta hrepp á landinu eftir aðfarir þingmeirihlutans 1909.

Háttv. þm. fór illum og ómaklegum sleggjudómsfullum orðum um árangurinn af samkomulagstilrauninni við Dani í sambandsmálinu 1912. Hann nefndi skýrsluna um það, er ýtrast var álítið mögulegt að samkomulag næðist um við Dani eftir alt það, sem á undan var gengið, frumvarp; segir að það hafi verið mitt prógram, sem alt hafi brugðist og farið út um þúfur.

En þar um ekkert »frumvarp« að ræða, hvorki »ráðherra frumv«., né yfirleitt frv. frá neinum sérstökum manni. Eins og eg margsinnis og ýtarlega skýrði frá, þegar eg kom heim, voru atriðin að eins sett upp í ramma gamla frumvarpsins frá 1908 til yfirlita og glöggvunar fyrir þingmenn, svo að sem hægast væri að sjá í snatri, hvað það væri, sem nauðsynlegt væri talið að breyta frá frumv. 1908 til þess að málið næði fram að ganga í Danmörku. En um það átti fyrst að taka ákvörðun hér heima, hvort menn vildi taka málið upp í frumvarpsformi með þessum eða líkum breytingum. Eg lýsti yfir því skýrt og skorinort á fundi, þeim sem eg átti með nokkrum formönnum ríkisþingsflokkanna, að eg væri ánægður með frumv. frá 1908 óbreytt, og óskaði ekki mín vegna né míns gamla flokks neinna breytinga, en að breytingartillögur Sambandaflokksins 1912 væru gerðar til að koma á samkomulagi við þá, sem óánægðir höfðu verið með frv. 1908. Eg hafði tekist á hendur að grenslast eftir því, hvort frumv. með þessum breytingum, er menn af gamla Sjálfstæðisflokknum höfðu óskað eftir, mundi ná samþykki Dana, svo að unt væri að taka málið upp hér heima. Eg sagði inum dönsku ráðherrum, að eg samþykti ekki né skrifaði undir þær breytingar, er þeir af sinni hálfu fóru fram á, heldur mundi á sama hátt að eins grenslast eftir því, hvort þær gætu átt von fylgis hér heima. Sjálfur vildi eg ekki taka upp annað persónulegt prógram en það, sem eg hefði áður talið mig ánægðan með. Ef málið yrði tekið upp með breytingum, yrði það að vera sem nýtt flokksprógram, og gæti eg ekki gert það upp á mitt eindæmi; frumv. yrði þá ekki mitt, heldur flokksins. En það sýndi sig, þegar eg kom heim, að menn vildu ekki aðhyllast breytingarnar eða tilslakanirnar frá frumv. 1908, þótt þar með fengist framgengt aftur á móti öllu því, sem Sambandsflokkurinn hafði heimtað til skýringar og týmkunar að öðru leyti.

Þessar tilraunir hafa orðið fyrir röngum og villandi dómum, og það mun sýna sig, að þegar menn eru farnir að dæma um málið án persónulegs haturs og flokkadráttar, þá verður viðurkent, að með þeim hafi þó getað fengist öll meginatriði af því, sem eftir hefir verið óskað og vér þurfum að fá, og að tilslakanirnar frá frv. 1908, sem heimilaðar voru í móti, séu meira formlegs eðlis en efnislegs.

Og þegar sá dagur rennur upp, — því hann rennur einhvern tíma upp, — er sambandsmálið er til lykta leitt, er eg sannfærður um, að samkomulagstilraunarinnar 1912 muni verða minst sem eins ina mesta og bezta spors til þess að leiða málið til sigurs, að minsta kosti inn á við.

Háttv. þm. sagði, að öll þjóðin hefði tekið afstöðu á móti þessum málaleitunum; en því fer afarfjarri, að það sé rétt. Hann sagði, að á þingmálafundum í Eyjafirði, þar sem eg ætti þó svo mikil ítök, hefðu menn verið á móti því. En þetta er alveg rangt. Þar komu engar mótbárur fram gegn mínum afskiftum af málinu. En af því, hvernig ástatt er, kom eg sjálfur fram með þá tillögu, að málinu yrði ekki hreyft nú á þessu þingi. (B. Sv.: Ekki er nú traustið mikið). Samvinnan er ekki svo glæsileg á þinginu, að líklega horfist á um góðan árangur. En seinna koma aumir dagar, og koma þó. Það sannar litið um málið, þó að hann bregði mér um ólán og ilt gengi. Það er vígljóst enn, þótt eg sé úr sögunni, fleiri menn en eg, sem geta tekið upp málið og fylgt því fram, þegar mig þrýtur. En fyrir hans hrakspám og óheillabrigzlum hrekk eg ekki af stokki.

Úr stórmálunum hrapaði háttv. þm. svo afarlangt niður, þegar hann fór að brigzla mér um málverk, sem verið hafi í ráðherrahúsinu frá tíð Björns Jónssonar! Þessi málverk hafa alls ekki verið flutt þangað í mína þágu. Helmingnum af heim er eg þegar búinn að skila. (Benedikt Sveinsson: En hinn helmingurinn?). Honum má skila hvenær sem er. Reyndar hefi eg aldrei verið í þeirra manna tölu, sem hafa legið Birni Jónssyni á hálsi fyrir að hafa flutt þessi fáu málverk í húsið eftir að það var orðið landsins eign. Eg var þvert á móti þeirrar skoðunar, að það væri alveg rétt sem hann gerði í því efni, svo að fyrir þeirra hluta sakir þarf eg enga tilbreyting að gera um þetta frá því, sem tíðkast hefir í tíð undanfarandi ráðherra.

Svo kom háttv. þm. að Íslandsbanka. Hann gat þess fyrst, að jafnframt ofurást minni á Íslandsbanka hefði komið fram kuldi til Landsbankans. Skora eg á hann að koma með dæmi upp á það. Eg kannast alls ekki við, að hafa fundið til neins kala til Landsbankans og eg kannast ekki heldur við að hafa gert nokkuð, sem hægt væri að leggja svo út, alla mína embættistíð. Eg hefi ekki stígið eitt spor í þá átt. En þetta var heldur ekki annað en hliðarhögg hjá háttv. þm. Hitt var aðalatriðið, að eg væri hliðhollur Íslandsbanka, og væri vanur að sjá í gegnum fingur við lögleysur, er þar færu fram. Hann sagði, að hlutaféð í bankanum væri ólögmætt. Hlutirnir ættu að vera innborgaðir til fulls, en svo væri ekki. Þetta er alls ekki satt, því hlutirnir hafa verið innborgaðir að fullu frá því á fyrsta ári. Svo sagði hann, að Íslandsbanki hefði til sölu og seldi hlutabréf í sjálfum sér upp á lán gegn veði í hlutabréfunum sjálfum. En sannleikurinn er sá, að Íslandsbanki hefir aldrei átt eitt einasta hlutabréf í sjálfum sér, og því aldrei getað haft neitt af þeim bréfum á boðstólum eða til sölu fyrir sig sjálfan. Þetta er því ekki annað en rakalaus ósannindi. Menn, sem hafa viljað kaupa hlutabréf, hafa auðvitað stundum snúið sér til bankastjóranna um útvegun á hlutabréfum. En bankinn hefir þá alt af sent símskeyti til Kaupmannahafnar og látið milligöngumenn þar kaupa bréfin á kauphöll eða hjá verðbréfamiðlum, þeim er slíkt annast. Bankinn hefir alls ekki selt hlutabréf sín sjálfur, því síður gegn veði í sjálfum sér eins og þm. komst að orði. Hitt er annað mál, að bankinn hefir stöku sinnum tekið hlutabréf sem handveð fyrir lánum, enda er það skýlaust heimilað í reglugerð bankans 25. Nóv. 1907. Þar stendur í 3. gr. um, hvað sé takandi gilt, sem veð: »Bankahlutabréf, sem eru með kauphallar verðlagi, alt að 75 % af verði þeirra« .

Allir vita, að hlutabréf Íslandsbanka eru nóteruð utanlands, með kauphallarverði, og mér er kunnugt um, að haldið var stranglega þeirri reglu að lána aldrei út á meira en 75% af kauphallarverði. Eg sé hér í deildinni einn háttv. þm., sem mun minnast þessa. Honum þótti þá óþarft, að framfylgja þeirri reglu svo strangt. Það má vel vera, að einhver kunni að hafa notað lán, sem þeir hafa fengið í bankannm, til þess að kaupa aktiur fyrir. En bankinn getur ekki ráðið við það, hvað menn gera við það fé,, sem menn taka þar út að láni eða á annan hátt. Svo sagði háttv. þm., að bankinn hefði ekki lagt fram gullforða sinn að fullu. Veit eg ekki, hvaðan honum kemur sú vizka. Það hefir alt af verið vakað yfir því með mestu nákvæmni, að nægur gullforði væri fyrir hendi, og vanalega hefir hann verið meiri en hann þarf að vera að lögum. Vísa eg þessu ámæli til baka sem alveg ósönnu. (Benedikt Sveinsson: Eg nefndi ekki gullforða á nafn). Jú, eg skrifaði það eftir honum hjá mér. En hann vildi kannske ekki hafa sagt þessa fjarstæðu. Þá sagði hann, að bankinn hefði ekki stutt atvinnuvegina. Hvað kallar hann það, að hafa svo að segja komið upp botnvörpuútgerðinni? Því hefir enginn stuðlað meir að en einmitt Íslandsbanki. Er það þá einskisvirði, að hafa komið upp afkastamestu atvinnugreininni, sem til er í landinu. Annað sem hann vildi leggja bankanum til lasts, var, að hann hefði styrkt stórkaupafélög; sem væru að mestu leyti útlend. Þetta er líka misskilningur hans. Íslandsbanki hefir ekki lánað öðrum stórfélögum fé, en þeim innlendu verzlunum, sem langmest framleiða og kaupa af innlendum afurðum, og leiða inn í landið fé fyrir þær. Það félagið, sem mestar upphæðið hefir haft í viðskiftum við bankann, er einn inn lang8tærsti atvinnurekandi hér á landi, og er að minsta kosti að nafninu til íslenzkt félag. Með því að útvega þessu félagi rekstrarfé hefir bankinn aðallega haft fyrir augum hag íslenzkra framleiðenda og það, að auka notagildi innlendra afurða, með því að gera mögulegt að borga þær í peningum. Aðferðin að lána peninga, þeim sem kaupa íslenzkar afurðir í stórum stíl, í stað þess að búta niður svo og svo margar smáupphæðir til svo og svo margra manna, er eftir minni hyggju langtum affarasælli til að styrkja atvinnuvegina svo um muni. Sú aðferð hefir gert það að verkum, að mögulegt hefir verið að kaupa fyrir peninga út í hönd út um alt land fisk og aðrar afurðir landsins. Mun það mikið því að þakka, hvað afurðirnar hafa hækkað í verði. Er þetta miklu meir um vert, en þótt einhver Páll, Pétur eða Benedikt hefði fengið nokkrum hundruð króna víglínum meira en ella, ef til vill til þess að kaupa sér fyrir niður holla hluti. Það sem mest eykur hagsæld landsins, er, að landsmenn framleiði sem mest og fái sem mest fyrir vöru sína. Þetta er það sem Íslandsbanki hefir haft fyrir augum, þegar hann fremur hafði viðskifti við stórkaupmenn, en þá, sem litið hafa um sig.

Þá spurði háttv. þm., hvað það væri, sem valdið hefði verðfalli á skitum bankans í seinni tíð, og gaf í skyn, að það mundi vera eitthvað rotið. Eg verð að segja honum, að eg er hræddur um, að ein af aðalástæðunum fyrir verðfallinu sé það, sem á íslenzku heitir rógur, og ef til vill íslenzkur rógur. Munu ósannar sögur, sem bornar eru út af ýmsum óvildarmönnum og keppinautum, sem sumpart má renna grun i, hverjir séu, eigi góðan þátt í því. En slíkt hjaðnar niður aftur eins og bóla. Það er ekki í fyrsta sinn, sem tekin er mýfluga og gerður úr henni úlfandi og sjálfsagt ekki í sem beztum tilgangi.

Þá segir þm., að það sé ólögmætt að bankinn taki á móti sparisjóðsfé. Það er hvergi bannað og það hefir aldrei verið haft neitt á móti því, að bankinn tæki á móti innlánum, enda væri slíkt fjarstæða ein. En það er sá stóri munur á innlánum í Íslandsbanka og sparisjóðsfé Landsbankans, að í Íslandsbanka er alt af hægt að taka innlánsféð út með tékkávísun, sem er og hefir verið mörgum manni til hagræðis.

Þá bar þingmaðurinn landstjórninni, á brýn, að hún hafði leyft sér að taka heilan sjóð, minningarsjóð Kristjáns Jónssonar og kaupa fyrir hann hlutabréf í Íslandabanka. Eg hefði ekki álitið mikið við það að athuga þótt svo hefði verið. En þess er við þetta að geta, að það er ekki snefill af sannleika í sögunni. Sannleikurinn er sá, að áður en sjóðurinn kom undir umsjón stjórnarinnar, höfðu verið keypt hlutabréf fyrir 10,000 krónur. Persónulega hefi eg ekki neitt með þetta að sýsla og hefði ekki vitað þetta, ef landritari hefði ekki fyrir nokkru skýrt mér frá þessu út af einhverri ósannindagrein í blaði því hér í bænum, sem þingmaður N.-Þing. er við riðinn. Og áðan, þegar eg var á leið hingað á fund, þá hitti eg landritara á götunni, inti hann eftir þessu og staðfesti hann að þetta væri rétt, að aktiurnar hefðu verið áður keyptar. — Svo fór um sjóferð háttv. þm. Viðvíkjandi sjóðnum !

Þá fór hann að tala um Sameinaða gufuskipafélagið og sagði að það hefði verið mér að kenna að eigi hefði verið samþykt í fyrra að kaupa strandbátana Austra og Vestra, sem þá hefðu staðið til boða með ágætum kjörum. Eftir því sem eg hefi komist næst síðar, hafa bátarnir aldrei staðið okkur til boða með þeim kjörum, sem látið var í veðri vaka á þinginu í fyrra, því þegar eg kom til Kaupmannahafnar í fyrra, var búið að selja þá fyrir 70 þús. krónum meiri upphæð, en sagt var hér á þingi í fyrra að þeir ættu að kosta landið. Þykir mér ekki trúlegt að félagið hafi ætlað að fórna landinu þessum 70 þús. kr.

Þá hafði háttv. þingmaður reiknað það út, að landið tapaði 200 þúsundum kr. á auknum 8utningsgjöidum ina Sameinaða gufuskipafélaga. Eg vil ekki vera að eyða tíma í það nú, að sýna, hvílík fádæma vitleysa þetta er, og hvílík fásinna það yfirleitt er, að kenna mér um þær breytingar, sem orðið hafa á flutningagjaldi á sjó síðasta ár. Eg kem að þessu aftur, þegar eg fer að svara ræðu háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) og sleppi því þess vegna hér.

Svo fór hann að dylgja um samband mitt við steinolíufélagið D. D. P. A. Hann fann það til, að það leigði hús hjá mér. Hvað er á móti því? Það var búið að gera samning um þá leigu alt að því mánuði áður en nokkur hafði hugmynd um, að steinolíufrumvarp, það sem knúð var fram í þinglokin í fyrra, mundi koma fram. Átti eg máske að rifta samningnum við manninn og segja: Eg þori ómögulega að leigja yður þetta hús, menn munu gruna mig um græsku, ef eg hefi nokkuð saman við yður að sælda, eftir að nýtt steinolíufrumvarp er komið á döfina. Þingmaður N.-Þing. verður kannske vondur við mig ? Nei, háttv. þingmaður verður að forláta, svo mikið ragmenni er eg ekki. Eg fer allra minna ferða fyrir því, þó hann eður hana líkar láti sér sama að hreyta fram slíkum ósæmilegum og ástæðulausum getsökum.

Þá talaði hann um stjórnarfrumvörpin, gömlu þuluna um að stjórnin mætti ekki halda þeim leyndum, ætti að láta fólk vita af því fyrir fram, hvað hún hefði í smíðum, og hvað hún ætlaði að koma fram með. En eg vil spyrja eina og um daginn, hvers vegna þá ekki þingmenn líka, hvers vegna eiga þeir ekki líka að segja til fyrir fram? Þeir þurfa þó ekki að bera upp frumvörp sín fyrir konungi áður, eins og ráðherra verður að gera. Hvers vegna láta þeir ekki fólk vita um þessi frumv., sem þeir eru að búa til heima hjá sér, eða ætla sér að búa til hér í þinginu. Það fer þó ekki í bága við neinar stjórnarfarareglur, að þeir segi frá strax, hvað þeir ætla að koma með. Hitt væri varhugaverðara, að stjórnin færi að auglýsa fyrir fram, hvað konungur mundi láta leggja fyrir þingið, áður en samþykki hans er fengið, og ekki mundi öllum þykja það viðkunnanlegt að stjórnin gangi út á stræti og gatnamót og hrópi: Nú datt mér anzi gott í hug, nú ætla eg að fara að búa til frumv. um þetta, ef enginn hefir á móti því!. Ekki einu sinni þingmanni Norður-Þingeyjarsýslu mundi detta í hug að gera þetta, þó hann kæmist í ráðherrasessinn, sem ef til vill er draumalandið hans.

Það yrði oflangt mál að fara að taka upp allar títuprjónsstungur þingmanns mannsins og svara þeim. Hann lauk máli sínu með því að segja, að ekki einungis þingið væri á móti mér, heldur væri eg líka á móti þinginu, eg væri hugsjónalaus og stefnulaus, og það væri furða, að eg skyldi ekki vera búin að segja af mér. Eg vil nú segja háttv. þingm. N.-Þing. (B. Sv.), hver er ein aðal-ástæðan til þess, að eg sit enn þá í þessu sæti, hvað sem persónulegum tilfinningum mínum og óskum líður. Það er einmitt tillitið til slíkra þjóðmálaskörunga, eins og hann er sjálfur og nokkur sá eða flokksbrot, er hann fyllir. Mig óar viðað sleppa að nauðsynjalausu taumunum í slíkar hendur, beinlínis eða óbeinlínis. Eg hef þá skoðun, að það sé skylda hvers mans að reyna að sporna á móti því í lengstu lög að landið hans lendi í ógöngum. Eins og nú stendur eru vandræði nóg, þó ekki sé á aukið.

Háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) talaði hátt um það, að eg væri að brjóta þingræðið með því að fara ekki frá, og hlýtur í því að liggja, að hann telji að meiri hluti þings sé á móti mér. En ef svo er, hvers vegna færir hann ekki stinnur á mál sitt? Hvers vegna kemur hann ekki eða lætur bandamenn sina koma fram með og samþykkja vantraustsyfirlýsingu og vísa mér þannig burtu, fremur en að vera sífeldlega með þessa máttlausu títuprjónsstingi sína. Þá kæmi það fram, hvað meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna vill í þessu efni. Vilji meiri hlutinn að eg fari, skal eg vissulega engri þrásetu beita. En það vil eg þó segja honum, til þess að fyrirbyggja misskilning, að þó að vantraustayfirlýsing væri samþykt hér í deildinni að nafninu til með 13 atkvæðum á móti 12, þá myndi eg hafa mikla freistingu til þess að líta svo á, að í rauninni væri hún fallin með 12 á móti 12, því að hann er sá 13.

Þá mun eg víkja nokkrum orðum að því, sem háttv. l. þm. Rvk. (L. H. B.) hafði til brunns að bera í sinni ræðu. Reyndar var mestöll ræða hans þannig bygð, að ekki er til nokkurs hlutar að vera að svara henni, því hún upplýsti ekkert um ákæruefnið gegn mér. Hann taldi þar fram heila »legíón« af tölum, sem ef til vill hafa einhvern fróðleik í sér fólginn, ef til vill ekki, en sem í öllu falli er örðugt að skilja, hvað áttu að þýða í sambandi við gufuskipasamninginn, sem mér er hallmælt fyrir. Eg get ekki séð, að hér liggi fyrir nema ein spurning í því máli, nefnilega sú: Var það forsvaranlegt eða ekki af ráðherra að gera slíkan samning?

Ef þannig er spurt, þá verður að skoða ástæðurnar 1912, hvernig þær voru þá; það er ekki annað en blekking, að miða við árin 1910 og 1911 í þessu sambandi.

Eg verð að segja, að eg skildi ekki meining háttv. þingmanns, þegar hann var að bera saman, hve mörg skip hefðu verið notuð til ferðanna 1910 og 1911 og svo nú, eða þegar hann var að upplýsa, hve margir viðkomustaðir hefðu staðið á áætlunum þá, bæði fyrir Thoreskipin og skip ins Sameinaða. Hann gætti ekki að því, sá góði maður, að þótt ekki séu settir eins margir fastir viðkomustaðir inn, þá vegur það fullkomlega upp á móti því, að skipin koma nú á allar hafnir sem menn óska, utan ferðaáætlana, ef 150 kr. fragt fæst. Það virðist mér miklu betra fyrirkomulag, heldur en að láta skipin flækjast inn á hverja vík í hverri ferð, án tillits til þess, hvort þau hafi nokkuð þangað að gera eða ekkert annað en að tefja tímann.

Eg skil ekki að ræða háttv. þingm. hafi verið ætluð til þess að sannfæra þingmenn hér í salnum um nokkurn skapaðan hlut. Þessi sagnfræði hans, sem eg annars hefi heyrt áður á fundi í »Fram«, á bersýnilega að koma í blöðunum og sýna kjósendunum, að þarna sé maður, sem viti svona sitt af hverju, þó hann láti minna.

Ef við hefðum haldið Thoresamningnum, þá hefði engan nýjan samning þurft að gera í fyrra. En nú gat Thore sem kunnugt er ekki staðið við samninginn og þess vegna var nauðsynlegt að gera nýjan samning. En fyrst nýr samningur var gerður, þá var líka alveg ómögulegt að komast hjá því, að ið breytta ástand, sem þá var orðið að því er snertir verð skipa, fragtir, kolaverð, erfiðislaun o.s.frv., hlyti að koma til greina, og hafa áhrif á nýja samningsmöguleika. Það brast öll skilyrði fyrir því, að hugsanlegt væri að komist yrði að eins ódýrum kjörum um strandferðir, eins og eg fékk 1907 og 1908 og eins og Thoresamningurinn var miðaður við 1909. Heimsmarkaðurinn var breyttur; að því er snertir flutningskostnað á sjó. En það er of mikil æra, sem háttv. 1. þm. R.vk. (L. H. B,) gerir mér, er hann vill gera það að efni í eldhúsdagsræðu yfir mér, því að eg réði ekkert við heimsmarkaðinn. En hitt er víst að kjörin sem við fengum, voru þó langtum miklu betri en við hefði mátt búast og áhorfðist.

Það var einkennilegt, að í inum ýmsu dæmum, sem háttv. þm. tók til þess að sýna fram á, hve miklu — hækkun sú næmi, er orðin væri á farmgjöldum hér hafna milli og fargjöldum, reiknaði hann alt í prócent-tölum, en nefndi ekki, hversu miklum upphæðum væri að skifta. Það er in beinasta leið til þess að villa mönnum sýn um það atriði, og gefa skakkar hugmyndir, að slá um sig með því að t. d. fjargjald milli tveggja smáhafna, sem hefir verið 70 aurar og er hækkað upp í 1 kr. 20, hafi verið hækkað um 72 af hundraði(!), þó að mismunurinn eftir flutningsmagni nemi kannske ekki fullum 10 krónum yfir alt sumarið. Á sama hátt er með annað. Þetta er sama aðferðin sem háttv. þm. Dal. (B. J.) viðhafði í grein um þetta efni í »Birkibeinum« í vetur. Það sem hér skiftir máli, er það eitt, hve hárri upphæð nema hækkanirnar á farmgjöldum og fargjöldum samtals. Eg get sagt háttv. þm. það. Það hefir verið reiknað út nákvæmlega, miðað við farþega- og vöruflutninga eins og þeir voru með skipum »Sameinaða« árin 1907–1908, bæði strandferðaskipunum og millilandaskipunum. Hækkunin nemur ekki meiru á farþegagjöldum, en 5200 kr. að jöfnum farþegafjölda, og ekki meiru á farmgjaldinu en 4000+4000 kr.; eða samtals 13,200,00 kr. En siðan hefir kolaverðið hækkað svo mjög, að það nemur síðan 1909 9 shillings á tonninu. Þessi hækkun er sama sem að kolin, sem strandferðaskipin 2 brúka, eru 12,000 kr. dýrari nú en 1909, og þegar svo þar við bætist kolatollurinn, þá fer að koma nokkuð upp í þessar 13200 kr. sem hækkunin á farm- og farþegagjöldum nemur.

Eins og samningarnir frá 1912 bera með sér, var alls engin breyting gerð — ekki eins eyris hækkun leyfð á flutningsgjöldum milli Kaupmannahafnar og Íslands frá því sem ákveðið var í samningum 1909. Það eru að eins Leithtaxtarnir, sem hækkað hafa af millilandatöxtunum. Og það er ekki eftir nýrri heimild, heldur gamalli heimild, sem félagið hafði ekki notað.

Sameinaða félaginu var sem sé heimilað í samningum 1909 að hafa »Leith« taxtana að eins um 10% lægri en Khafnartaxta. Þetta hefir nú loks verið gegnumfært, en Kaupmannahafnartaxtinn hefir ekki verið hækkaður um einn einasta eyri.

Breytingarnar á farþegagjöldum eru engar aðrar en þær sem eg lýsti yfir á þinginu í fyrra að settar mundu verða sem skilyrði, og eg mundi ganga inn a. Samgöngumálanefndin var þessu samþykk, og enginn mótmælti, Svo að nú er fremur ástæðulítið að vera að gera úr þessu kærupóst móti mér. Enda munu fáir Íslendingar bíða halla, sem nokkru nemi, af þessum breytingum.

En þó að svo væri ef til vill, þá koma í staðinn ívilnanir af félagsins hálfu, sem spara landssjóði fé. Það er ákvæðið um ókeypis póstflutning með millilandaskipunum frá einni höfn til annarar hér innanlands.

Þegar Thoresamningurinn var gerður, hafði Sameinaða félagið enga skyldu til að flytja póst án borgunar nema milli landa, eða frá útlöndum til »adresse«hafnar, en nú samkvæmt samningnum, § 2, á það að flytja innlendan póst án nokkura sérstaks endurgjalds. Þetta munar ekki svo lítilli upphæð oss í vil, og væri eins mikil ástæða til að geta þess. ef háttv. þm. vildi gefa rétta skýrslu um samninginn.

Það er nú komið á daginn, að þessar frægu 200 þús. kr., sem háttv. þm. Dal. (B. J.) fann út að vér töpuðum árlega á inum nýju samningum frá 1912 og sem þeir háttv. þm. N.; Þing. (B. SV.) o. fl. síðan hafa tjaldað með, eiga aðallega að vera fólgnar í því, að Sameinaða félagið borgi ekki síðari 10% afsláttinn af farmgjöldum, nema 300 kr. Séu á einu konnossementi, og sé hætt að gefa aukaafslætti, sem áður hafi tíðkast.

Ákvæðið um, að binda síðari 10% afsláttinn Við 300 kr. sending á einni farmark, var sprottið af því, að það var komið í Ijós, að þessi ívilnun lenti mest í vasa kommissionæra í Kaupmannnahöfn, er söfnuðu saman mörgum smáupphæðum á ýmsum farmskrám, til þess að ná þessum prócentum hjá félaginu. En innlendir smákaupmenn höfðu lítið gagn af þessum afslætti. En eftir ósk nokkurra Reykjavíkurkaupmanna hefir þessu aftur verið breytt í gamla horfið, svo að þeir halda, þrátt fyrir ákvæði samningsins, sömu kjörum eins og áður. Þar verður því fremur lítið upp í þessar frægu 200 þús. kr. Það verða þá loksins að eins aukaprósenturnar, sem gefnar hafa verið einstökum mönnum »bak við tjöldin«, en nú er hætt að gefa. En um þær stendur ekki eitt orð í neinum samningi við landsstjórnina. Þær falla af sjálfu sér burt Við breyttar kringumstæður og minkandi samkepni.

Það er ekki til neins að tefja tímann á því að svara þessum ástæðulausa barlómi um tap og verri kjör, sem sumpart er að eins hugarburður, og sumpart alls ekki unt að gefa stjórninni að sök. Eins og eg hefi sagt áður, er aðalatriðið þetta: Var það forsvaranlegt eða ekki, að gera nokkurn strandferðasamning í haust er leið, eða átti stjórnin að láta allar strand í ferðir falla niður? Mér fanst að þær væru alveg nauðsynlegar og þessvegna gerði eg samninginn við sameinaða félagið og gat ekki fengið þær með öðrum kostum. Strandferðirnar nú eru alveg eins góðar og þær voru áður en Thoresamningurinn var gerður.

Háttv.þm. spurði, hvers Vegna »Thore« fengi borgun fyrir póstflutning, þar sem ekkert stæði um það í samningnum ? Um »Thore« er hér sama að segja sem um »Bergensfélagið«. Það er borgun fyrir póstflutninga eftir sérstöku »accorði«, af því það hefir nú ekkert fast tillag, til ferða sinna. Háttv. þm. dró saman aðfinslur sínar í þrjár spurningar:

1. Hvers vegna breytt hafi verið samningnum Við Sameinaðafél. frá 1909.

2. Hvers vegna »Torefélaginu« hefði ekki verið þrýst til að ganga að betri skilmálum; sérstaklega flytja póstflutning ókeypis.

3. Hvers Vegna samningagerð um strandferðirnar hefði ekki verið frestað þangað til síðar í vetur.

Fyrstu spurningunni hefi eg þegar svarað, og anza því ekki meira.

Hvað 2. spurningunni viðvíkur, þá gekk hann út frá því, að eg hefði ekkert reynt til þess að fá. »Thorefélagið« til þesa að fullnægja óskum, þeim sem oss væri hagkvæmastar. En því fer fjarri, að þetta sé réttmæt ásökun. Eg hefi einmitt gert mitt ítrasta til þess að komast að svo góðum kjörum, sem mögulegt var. Til sönnunar því vil eg leyfa mér að lesa upp bréf frá stjórn »Thorefél.«, og vona eg að allir skilji það þó að það sé á dönsku.

Bréfið er þannig:

Köbenhavn, d. 8. Okt. 1912.

Foranlediget af vor Herr Direkter Hcndriksen's Samtale med Deres Excellence í Gaar har der í Dag været afholdt Bestyrelsesmøde í Dampakibsselekabet »Thore«, hvor de af Deres Excellence stillede Betingelser for at lese Thore fra Kontrakten af 7 August blev forelagt. Bestyrelsen beklager imidertid, under Hensyn til Selskabets Forhold í det hele, ikke at kunne forpligte sig til de ønskede Anløb af Lübeck eller anden tysk Plads, ligesom man heller ikke ser sig í Stand til a t stille nogen Garanti vedrørendc den fremtidige Udførelse af Mellemlandsfarten saaledes som ønsket. — Heller ikke kan Selskabet paatage sig nogen Forpligtelae med Hensyn til Fastættelsen af Passager- og Godstaxter, eller med Hensyn til Rutens Besejling samt Postbesørgelsen mellem Landene for det Vederlag, der nu ydes.

Kun hvis Deres Excellence uden Betingelser leser »Thore« fra Kontrakten af 7. August 1909, er der Mulighed for at fortsætte Selskabet, hvorimod man í modsat Fald maa opgive den paatæenkte Henvendelse til Selskabets Kreditorer, hvis Moratorium udleber førstkommende Tirsdag den 15. ds., og í de nærmeste Dage indkalde en Extraordinær Generalforsamling med Forslag til Likvidation af Selakabet, da en Fortsættelse af Selskabets Virksomhed paa Basis af den nugældende Kontrakt eller de nu stillede Betingelser vil være en Umulighed.

Under Hensyn til det saaledes anførte, titlader vi os at anmode om Deres Excellences Svar saa vidt muligt omgaaende.

Ærbodigst.

í Bestyrelsen for Dampskibsseiskabet

»Thore«

Joh. Bnastrup. H. Hendrzksen.

Hannibal Beck.

Hans Excellence Islands Minister

Hannes Hafstein,

K af D , D. M. p. p.

Félagið var áreiðanlega svo illa statt, að það gat ekki hafnað eða varist kröfum skuldheimtumanna um gjaldþrota meðferð, nema það væri leyst við samninginn án nokkurra skilmála. Sumir af þeim sem menn sízt ætluðu, vildu gera það »fallit«, Og ef það hefði orðið gjaldþrota, þá var ekki einu sinni nóg til að borga veðskuldir og forgangsskuldir, ekki einn eyri til skaðabóta handa landssjóði Íslands. En Handelsbanken hafði þegar í fyrra, dregist á það, að ef félagið væri leyst við samninginn skilmálalaust, þá, skyldi hann gera alt sem hann gæti til þess að það héldi áfram siglingum hér til lands, að minsta kosti fyrst um sinn, og það var oss bæði beinn og óbeinn hagur. Þetta loforð sitt vildi bankinn halda eftir því sem unt var. Niðurstaðan varð því sú, að félagið var leyst frá samningnum skilmálalaust að öðru en því er samdist um borgun fyrir póstflutninga og gat því haldið áfram siglingum. Nú flytur það póst fyrir c. 1/3 af því sem það hafði heimtað, og því miklu lægra verð, en félagið mundi fá fyrir tilsvarandi vöruþunga með venjulegum farmgjaldstaxta, að eg ekki tali um þá borgun, sem lögin ákveða fyrir póstflutning til óviðkomandi skipa.

Viðvíkjandi 3. spurningu, sem háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) lagði fyrir mig, hvers vegna eg hefði ekki frestað öllum samningum við félagið þangað til eg gat t. d. spurt hann ráða, er þetta að segja: Félagið krafðist skjótra svara. Skipin, sem taka átti til strandferðanna, gáfu af sér yfir 30 þús. kr. hvort í þeim ferðum, sem þau voru í árið 1912, en félagið gat ekki tekið þau úr þeim ferðum fyrirvaralaust. Eg varð að segja af eða á áður en eg fór heim í fyrravetur. Í þessu sambandi skal eg geta þess, að mér meir en datt í hug, meðan á þessu stríði stóð um tilboðin, hvort ekki væri heppilegast að kaupa skip upp á væntanlegt samþykki þingsins, þótt vitanlega væri undir högg að sækja hjá háttv. þm. Rvk. og fleiri þinghöfðingjum. Þess var kostur, að fá keypt skip eins og »Skálholt« fyrir 100 þús. kr. En auk þess sem skip þetta var ekki nýtt, og því ef til vill varhugavert að festa kaup á því, þá var meginástæðan til þess, að eg hvarf frá ráði sú, að þá hlaut að reka að því, sem leitt hefði til innar mestu óánægju og mótblásturs, að greiða hefði þurft aukafragtir til allra annara hafna en þeirra, Sem voru beinir viðkomustaðir millilandaskipanna, því að ekki gat landssjóður staðið sig við bæði að kaupa strandferðaskipið og flytja allar vörur, með því ókeypis. Tilraunir til þess að fá önnur tilboð reyndust árangurslausar. Bergenska félagið neitaði, og Sameinaðafélagið vildi heldur en gjarna vera laust, af því að það sá fyrir tap, en vildi þó ekki synja oss í nauðsyn vorri. Því var ekki annað fyrir höndum en að taka boði þess eða fella alveg niður strandferðirnar.

Eg ætla svo ekki að svara þessum strandferðaákúrum meira að sinni. Hvað sem háttv. þm, segir, þá er eg fyrir mitt leyti viss um, að eg hefi gert rétt í þessu efni, og gat ekki betur.

Þá sný eg mér að háttv. þm. Dal. (B. J.). Hann byrjaði ræðu sina á því, að þakka fjárlaganefndinni fyrir tillögur hennar um að hækka laun kennaranna við Mentaskólann. Eg get tekið undir þetta með honum. Þetta er ið sama, sem eg átti að dæmast óalandi og óferjandi fyrir af félögum hans, háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) og háttv. þm. N.Þing. (B. Sv.), og vona eg að þeir verði vægari í dómum við hann, þó að hann sé svona hlálegur í launalagamálinu. En síðan sneri háttv. þm. sér að atburðinum 12. Júní og hafði ýmislegt að athuga viðgerðir stjórnarráðsins út af þeim atburði. Hann sagði, að Íslendingur hefði þá verið rændur eign sinni, og spurði, hvað stjórnarráðið hefði gert til þess að útvega honum aftur rétt sinn. Því er fljótsvarað. Stórnarráðið hlutaðist til um það, að maðurinn fekk aftur eign sína og var þegar skilað flagginu. Og stjórnarráðið gerði meira; það skrifaði forsætisráðherranum í Kaupmannahöfn bréf og beiddist, að flaggið væri látið hlutlaust sem áður hefir tíðkast og sagðist ekki vita af nokkurri lagaheimild fyrir þessari töku. Leit það svo á, að þetta væri misskilningur hjá hlutaðeiganda sjóliðaforingja, en það gat ekki talist stóratburður þetta, að embættismaður telur eitt ákvæði gilt, sem aðrir álíta ógilt. Háttv. þm. var ekki ánægður með orðalágið á bréfinu í hana garð og þótti móðgandi fyrir sig, að sagt var um þann mann, sem kom með tilllöguna um útilokun danska flaggains, að það hefði verið en tilfædigt Tilatedeværende. Í stað þess að nefna nafnið. En hér með var engin móðgun meint. Í þessu orðalagi liggur að eina það, að það hafi ekki verið tilætlun fundarboðendanna að amast við löglegu flaggi ríkisins, heldur hafi þetta flotið óvart með af annara völdum. Það hefði ekki verið betra fyrir neinn að geta þess, að þessi tillaga hefði átt rót sína að rekja til annara eina manns, eins og sjálfa viðskiptaráðunautsins. Meining stjórnarráðsins var eingöngu sú, að gefa áreiðanlega skýrslu um málið til þess að koma í veg fyrir, að skeyti og bréf akökk og skæld hermdu rangar fregnir. Það getur hver maður séð, að bréfið er kurteislega orðað, eina og embættisbréf eiga að vera. Er í því enginn undirgefnistónn, heldur talar þar jafningi við jafningja. Eg veit ekki, hvort háttv. þm. Dal. (B. J.) hefir séð umburðarbréf til lögreglustjóranna. (Bjarni Jónsson: Nei, en hæstv. ráðherra hefir sagt mér frá því).

Það er stutt, að eins 3 eða 4 línur. Eru lögreglustjórarnir þar í beðnir að sjá um, að engum sé meinað að brúka ið löglega ríkisflagg. Tilefnið var fundurinn í Barnaskólaportinu og það sem þar gerist. Hygg eg, að stjórnarráðið hafi tekið alveg rétt í það mál. Bréf forsætisráðherrans er kurteist. Þar segir hann, að skipstjórinn á Fálkanum hafi ekki haft neinar skipanir í þessa átt. En um það, hvort atferli hana hafi verið löglegt að hans hyggju eða ekki, getur bréfið ekki. Væntir hann viðtals við ráðherra Íslands um málið seinna meir, og sé eg ekki að neitt sé út á það að setja.

Þá sný eg mér að háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.). Ræða hana var mjög átakanleg og getur víst engum blandast hugur um, hvert henni var stefnt. Hún var það sem kallað er »kjósendaræða«; má vera, að hann sé orðinn hálf-hræddur um, að þeim kunni mislíka það aumum kjósendum hans, að hann lét það vera sitt fyrata verk þegar á þing kom, að lána sig þeim sem ekki hafa annað markmið en það á þessu þingi, að bola núverandi stjórn frá völdum. Hann byrjaði ræðu sína með fremur væmnum faguryrðum mér til lofa og dýrðar, svo sem til að bæta mér í munni. En eg vil helzt vera laus við slíkt. Eg gengst ekkert upp fyrir því, sízt þegar eg skil til hvers refirnir eru skornir.

Háttv. þm. lítur svo alt öðrum augum á flokka og flokksmál en eg, að okkur er ekki til neina að eiga orðsakifti um það. Eg álít, að flokkarnir og þeirra hagamunir eigi ekki að sitja í fyrirrúmi fyrir landinu og þess hag. En hann hefir alveg mótsetta skoðun. Eg lít svo á, að flokkar í landsmálum séu meðal en ekki takmark. Hann álítur þvert á móti. Flokkar eru að mínu viti samtök, sem myndast til að hrinda áfram góðum málum eða verjast illum. Án þess tilgangs fæ eg ekki séð, að flokkurinn hafi neinn rétt á sér. Eg sé ekki að það sé nægileg ástæða til flokksfylgis, að reyna að tryggja sjálfum sér hag eða vegtyllu. Hjá þessum hv. þm. er flokkurinn ið æðsta og fyrsta boðorð. Eg hefi aldrei heyrt annað eins flokkatal dregið fram í umræðum í þingsalnum, eða yfirleitt annan eins hégóma settan fram í alvarlegu máli og frá vörum þessa háttv. þm. Nei, það eru ekki flokka nöfn, sem ráða velferð landsins, heldur stefnurnar í velferðarmálunum, einlæg hugsun um það, hvað landinu sé fyrir beztu, án tillits til, hvort maður sjálfur eða vinir manns hafi gagn af.

Mér skildist annars háttv. þm. í síðara hluta ræðu sinnar þó ekki alveg vilja beygja sig undir flokksfylgið og komst hann þannig í ósamræmi við sjálfan sig. Hann gat þess, um leið og hann lýsti sinni heilögu vandlætingu yfir því, að ráðherra hefði gert það ódæði að beygja sig ekki, og kljúfa flokk sinn, að aldrei mundi hann sjálfur, þessi beinharða flokkshetja og mikli stríðsmaður síns herra, í hvaða flokki sem hann verið hefði, þó getað greitt atkvæði með öðrum eins ósköpum og stjórnarfrumvörpin um embættislaun og breyting á föstu sköttunum hafi verið á þessu þingi. Svo að það hefði þá ekki dugað stjórninni, þó að hún hefði átt hann kyrran í sínum flokki. Hann hefði eftir þessu neyðzt til að kljúfa flokkinn, slást í lið með mótstöðumönnum hennar og drepa alt fyrir henni þrátt fyrir flokksagann. Þannig verður háttv. þm. til að kingja sínu æðsta boðorði, þegar annað aðalatriðið í pólitík hans, hræðslan við kjósendurnar kemur upp í honum. Eftir þessum kenningum háttv. þm. skilst mér eg ekki þurfa að sjá svo mikið eftir því, þó að við yrðum ekki samferða í flokki, né heldur vera honum neitt afar þakklátur fyrir skjallið í byrjun ræðu hans. En viðvíkjandi frumv. stjórnarinnar, launafrv. og skattafrv., skal eg taka það fram, að því fer fjarri, að eg skammist mín fyrir þau; og eg lít svo á, að það sem hann segir um þetta, séu vitgrannir sleggjudómar. Að því er snertir launabreytinguna, er ekki um neitt sérlegt nýmæli að ræða. Bæði eg og margir aðrir þingmenn hafa lengi talið það víst, að ekki gæti á löngu liðið áður laun embættismanna landsins væru hækkuð, vegna þess hve peningar hafa fallið í verði. Lífsnauðsynjar allar hafa hækkað svo í verði, að embættismenn fá alt annað verðgildi að launum en lögin, sem þeim eru veitt embættin eftir, ætluðust til. Hins vegar hefir það verið öllum ljóst, að þetta mundi mæta mótspyrnu í svipinn hjá almenningi, sem búið er að villa sjónir með alls konar glamri móti embættimannastéttinni. Eg er glaður yfir því að hafa lagt þessi frumvörp fyrir þingið, því á því varð einhver að byrja. Þau munu koma aftur í einhverri mynd, eins og fjárlagafrumv. nefndarinnar sýnir, þar til er þau verða samþykt að meira eða minna leyti, hvaða stjórn sem við stýrið situr þá. Það verður ekki til lengdar hægt að skella skollaeyrunum við svo réttmætum kröfum. Það er í hæsta máta eftirtektavert, að á sama þingi sem frumvörpin um breyting á launum eru álitin höfuðsök fyrir stjórnina, kemur sjáif fjárlaganefndin einróma með tillögur í sömu átt, og að háttv. þm. Dal. (B. J.) er svo ofsaglaður yfir tillögum nefndarinnar, að þann færir henni beint þakkarávarp fyrir. Eg er svo innilega sannfærður um það, að margir þeir sem nú tala hæst móti frumvörpunum, viðurkenna með sjálfum sér, að hér er um lögmætar réttarkröfur að ræða, þótt þeir hagi svo sínu vegna kjósandanna í þeirri von, að það verði þeim til bjargar viðnæstu kosningar. Þó að þessu sé ekki sérstaklega beint til háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.), þá verð eg þó að segja að margur hefir hrist höfuðið yfir ræðum hans hér á þinginu í sumar, bæði í þessu máli og öðrum, er dálitla sjálfstæði þarf í gagnvart gömlum fordómum sumra kjósenda.

Sami háttv. þm. sagði, að það væri eins dæmi, að nokkur stjórn sæti við völd áfram eftir að öllum aðalfrumvörpum hennar hefði verið styttur aldur, og bar á móti því sem eg sagði, að frumvarpinu um skattamálin hefði að eins verið frestað. Þetta er ekki satt hjá háttv. þm. Sannleikurinn er sá, að það eina af frumvörpum þessum, sem kom til atkvæða, frumvarpið um fasteignaskattinn, var felt með 12 atkv. gegn 12. Hinum frestaði eg sjálfur sem flutningsmaður þeirra, er eg tók þau aftur. Af þeim, sem greiddu atkvæði móti frumv., tók háttv. 2. þm. Rang. (E. P.) það fram, að hann væri samþykkur stefnu frumv., en vildi lofa þjóðinni að átta sig betur á málinu. Alveg sama sagði háttv. 2. þm. G.-K. (Kr. D.), sem tók það fram, að það væri alls ekki nein vantraustslýsing né consilium abeundi til stjórnarinnar, þótt þetta frumv. félli. Þess vegna hefi eg fullan rétt til að segja, að málinu hafi verið frestað. Það er meining ýmsra þingmanna að láta þjóðina hugsa sig betur um málið, en útkljá það ekki nú, og því greiddu þeir atkvæði móti því í þetta sinn. Eg held þess vegna, að það sé ekkert einsdæmi, að stjórnin sitji við annað eins.

Sami háttv. þm. sagði þá fjarstæðu, að öll, eða nálega öll, frumv. stjórnarinnar hefðu visnað, en öll þingmannafrumvörp hefðu siglt beggja skauta byr gegnum deildina. Eg vil benda háttv. þm. á að hér er hann að segja talsvert meira, en hann getur staðið við, þó að hann sé mikill atkvæðamaður í visnunarpólitíkinni. Það eru allmiklar ýkjur að segja, að öll frumv. stjórnarinnar hafi fallið. Stjórnarfrumv., sem lögð voru fyrir þingið, voru 34 að tölu; þar af hafa 7 fallið hér í deildinni og 1 í Ed. og 4 verið tekin aftur; eftir eru þá 22 frumvörp, sem lifa góðu lifi, og þau sum stór og mikilsverð. Hjá honum er 22 sama sem núll. En það má annara háttv. þm. vita, að ef það er meiningin að fara að beita »Obstruktionspolitik«, þá eru til önnur ráð gegn slíku, en að stjórnin fari frá, og hans consilium abeundi met eg að engu. En ef meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna — raunar eiga konungkjörnir þingmenn líka fult atkvæði nm það mál — ætlast til þess að eg fari frá, þá mun ekki standa á mér, eins og eg áður hefi sagt.

Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th ) þarf eg í rauninni ekki að svara. Alt, sem hann sagði, hafði verið áður tekið fram af öðrum, og því svarað. Háttv. þm. brá mér um einurðarleysi í flaggmálinu og sagði, að eg hefði átt að krefjast þess, að foringinn á Fálkanum yrði kvaddur heim. En það verð eg að segja, að það þykir mér nokkuð hart aðgöngu, að krefjast þess, að einhver sá duglegasti maður, sem hér hefir haft strandgæzlu á höndum, skuli kvaddur heim fyrir þá eina sök, að hann hélt það lög hér, sem hann hafði lært að gilti annarstaðar í veldi Danakonungs. Mér þykir ekki ástæða til þess að áfellast mann svo mjög fyrir að gera það, sem hann með talsverðum rökum álitur skyldu sína. Hann mundi aldrei hafa gert þetta, ef hann hefði álitið það heimildarlaust, og eg er viss um að slíkt kemur heldur ekki fyrir hér eftir.

Það var að eins eitt atriði nýtt í ræðu háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.). Hann sagði, að eg hefði ekki viljað ávaxta fé landasjóðs í Landsbankanum, heldur hefði sett það á vöxtu í Íslandsbanka. Ekki veit eg, hvaðan háttv. þm. hefir þessa vizku. Það sem gæti gefið tilefni til þessa, kynni að vera það, að samkvæmt samningi milli Landsbankans og Íslandsbanka frá 1911 veitir Íslandsbanki viðtöku póstávísanafé frá póstmeistara til að skila í ríkissjóð í dönsku fé. Það fé nemur nálægt 1 milíón kr. á ári. Bankinn hefir ekki nema ómak og jafnvel kostnað af þessu og mundi víst gjarna vilja losna við. Eg tel víst, að Landsbankanum muni hafa verið boðið þetta fyrst, en vildi ekki eða gat réttara sagt ekki gert þetta. Hann hefir ekki þau viðskiftasambönd erlendis. Að öðru leyti veit eg ekki til þess, að Íslandsbanki hafi setið fyrir því að ávaxta fé landssjóðs, nema ef telja skal það, að þegar hafnarlánið var tekið, 500 þús. kr., þá var greitt upp í bráðabirgðavígla, sem Íslandsbanki átti ógreidda hjá landssjóði, 300 þús. kr., og 78 þús. kr. í reikningslán, og afgangurinn til bráðabirgða innborgaður á konto.

Þar með þykist eg þá hafa svarað eldabuskunum Ef meira er eftir í eldhúsinu, þá mun eg vera til taks.