13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í C-deild Alþingistíðinda. (857)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Tryggvi Bjarnason:

Eg hafði ekki ætlað mér að taka til máls í dag, en vegna eina atriðis í ræðu háttv. 1. þm. S.- Múl. (J. Ól.), vildi eg segja örfá orð.

Það hefir slæðst inn í umræðurnar í dag, hvað eg hefði sagt .við 3. umræðu fasteignaskattafrumv., að eg hefði greitt því atkvæði, af því að eg hefði haldið að frumvarpið kæmist ekki í gegn um Ed. Þetta er ekki rétt. Eg var búinn að þreifa svo fyrir mér meðal þm. Ed. um viðtökur frumv. í Ed. og búinn að fá vissu fyrir, að frumvarpið myndi ekki ganga óbreytt í gegnum Ed., mundi því að sjálfsögðu koma til Nd. aftur og áleit því rétt að Ed. fengi það frumv., ásamt hinum öðrum skattafrumv. til meðferðar. — Áleit það nauðsynlegt fyrir málið, til undirbúnings fyrir seinni tímann. Þetta er því rangt hjá háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.).