13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í C-deild Alþingistíðinda. (858)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Má eg gera hér stutta athugasemd? (Forseti: Já.). Eg vil fullyrða, að háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.) sagði, að þetta frumv. mundi ekki komast í gegn um Ed. Svo féllu orð hans; en hitt getur hann gert, að draga þau út úr ræðunni áður en hún verður prentuð. En það skiftir engu máli um atkvæði hans, hvort hann bjóst við því að lögin yrðu feld í Ed. eða ekki, úr því að hann ætlaðist til og vonaði, að þau yrðu feld þar.