14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1170 í C-deild Alþingistíðinda. (880)

21. mál, íslenskur sérfáni

Ráðherrann (H. H.):

Eg sakna í hinni getátufullu ræðu háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) skýringar á því, hvernig hann ætlast til að gerð fánana sé.

1. gr. frumvarpsins er sömuleiðis svo óskýr, að ekki er viðunandi. Það er algerlega óforsvaranlegt að láta fara lög frá þinginu, sem skilja má á ýmsa vegu. Samkvæmt gildandi lögum mega engin skrásett skip nota annan fána en þann danska. Það getur því ekki verið um annað að ræða en báta í frumvarpinu, þótt nefndarálitið gefi í skyn, að átt sé við meira.

Frumvarpið er yfirleitt þannig, að það líkist því fremur, að háttv. flutningam. hefði ritað í vasabók sína sér til minnis, að hann ætlaði að búa til frumvarp, heldur en fullgerðu frumvarpi.