08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (89)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Bjarni Jónason:

Eg skal leyfa mér að geta þess strax, að eg get fallist á 7 manna nefnd. Mér var frá upphafi sama um, hvort fleiri eða færri yrðu í nefndinni.

Hæstv. ráðherra vildi vekja athygli okkar hér á skilaboðum, sem þinginu höfðu borist frá konungi í fyrra. Mig minnir nú hálfpartinn, að þau skilaboð hafi ekki verið svo ákveðin, að mikið væri á þeim að byggja. Eg tók þau að minsta kosti ekki svo, að konungur vildi aldrei staðfesta stjórnarskrárbreytingu, heldur í þá átt, að hann hefði þá ekki verið viðbúinn að gefa úrskurði um Íslandsmál. Nú tel eg víst, að hann vilji verða við óskum Íslendinga í svo litlu máli sem þessu. Eg segi “litlu„ máli, Vegna þess, að hæstv. ráðherra sagði, að þetta væri að eina formatriði, sem hefði litla þýðingu. Ef það er lítils virði fyrir okkur, þá er það ekki síður lítils virði fyrir Dani. Ef það er formsatriði fyrir okkur, þá er það líka formatriði fyrir þá, og sérstaklega fyrir konung. Eg skil ekki, hvað honum þarf að vera svo fast í hendi með þetta ríkisráðsákvæði, og eg vil treysta núverandi ráðherra til að sýna honum fram á, að skaðlaust sé þó út sé tekið úr stjórnarakránni þessi hringavitleysa.

Hitt er verra að hlusta á, að þetta atriði skuli vera notað sem grýla á þingið, að ekki sé til neins að bera fram breytingu á stjórnarskránni af því að hún verði aldrei staðfest. Þess konar grýlur eiga illa við á löggjafarþingi. Þó ekki væri annað en tilraun til að hræða mig frá einhverjum málstað, þá væri það eitt nóg til að knýja mig til að halda honum fast fram. Eg vildi sýna að eg væri ekki hræddur við að halda fram réttu máli.

Það sem hæstv. ráðherra sagði, að tilraununum um sambandsmálið væri ekki lokið enn þá, þá kemur það mér mjög á óvænt. Eg hélt að það hefði með öllu verið kveðið niður á þessu aukaþingi fyrir jólin, sem við bersyndugu mennirnir þrír, sem berum fram þetta frv., máttum ekki koma á. Eg verð að leggja áherzlu á, að ekki sé farið eftir hana orðum í því að vera að skaka á þessu sambandsmáli lengur. Það þýðir ekki annað en að hvetja menn til að afsala sér þeim réttindum, sem heilladísir landsins hafa haldið okkur til handa, án Verðakuldunar frá þjóðarinnar hendi. Máske Íslendingar væru ekki svo fúsir að afaala sér réttindum sínum, ef þeir hefðu þurft að berjast fyrir þeim.

Mér kom það mjög á óvart, er hæstv. ráðherra sagði, að umleitunum Við Dani um sambandamálið væri enn ekki lokið, og eins hitt, er hann sagðist telja það óhappaverk af okkur flutningsm., að hafa komið fram með þetta frv. Þótt eg hafi ekki lagt áherzlu á, að stjórnin kæmi sjálf með frv. til stjórnarskipunarlaga, þykir mér hún ganga nokkuð langt með því að vanþakka okkur að við höfum unnið hennar verk.

Eg skal svo ekki orðlengja þetta frekar að sinni.

Einn háttv. þm skoraði á mig, að vera ekki að halda fram þjófum og bófum. Það verður nú líklega komið að því atriði seinna, en eg hygg að það mætti treysta kjósendum til að kjósa ekki á þing þá menn, sem hafa setið í betrunarhúsi eða eiga að fara þangað. Annars held eg að meiri hætta standi af ómörkuðum þjófum og bófum heldur en af þeim mörkuðu.