14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í C-deild Alþingistíðinda. (893)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Framsögum. meiri hl. (Stefán Stefánsson):

Eg virði þessa skoðun minni hlutans, að svo miklu leyti sem hún getur talist skynsamleg. En eg sé ekki, hvernig sjóðurinn getur eftir hana tillögum orðið að nokkrum notum í næstu framtíð, eða með öðrum orðum, að vilji gefandans geti orðið framkvæmdur. Eg held, að það megi treysta því, að þeir menn, sem ráða eiga úthlutun úr sjóðnum, fari svo hyggilega með hann sem kostur er á. — Reynslan sýnir það ársárlega, að kornbirgðir eru ekki fyrirliggjandi í verzlunum að haustinu til, eða í það minsta ekki við Eyjafjörð. Menn búast ekki við að ís teppi samgöngurnar, og vilja því ekki liggja með miklar birgðir svo mánuðum skiftir. En íshættan vofir yfir og ógnar mönnum þegar minat var. Það hlýtur því að vera öllum sjáanlegt, að hér er að ræða um ið mesta nauðsynjarmál fyrir héraðið. Það er annara nokkuð undarlegt, að þeir menn, sem þetta mál skiftir ekki miklu, skuli vera að leggjast í götu fyrir það, og þannig koma í veg fyrir að vilji gefandans og tilætlun geti orðið í verkinu.

Þessar tvær leiðir, sem háttv. framsögum. minni hl. (G. E.) var að tala um, að meiri hl. hefði hugsað sér að kaupa 1200 tunnur af korni eða kornforðatryggingu hjá einhverjum kaupmanni, hafa mönnum báðar komið til hugar. En það er engu slegið föstu um þetta, og vel getur verið, að heppilegasta leiðin sé ekki fundin enn, til úrlausnar þessu merkilega máli. En því má þingið treysta, að þeir, sem með féð eiga að fara, fari með það svo tryggilega, sem unt er, því hér er sýslu- og bæjarfélagið að fara með sitt eigið fé, en ekki annara.

Eg álít svo ekki þörf að fara fleiri orðum um málið, því eg ætla að háttv. þingdeildarmenn hafi gert sér ljósa grein fyrir, hvernig þeir greiði atkvæði.