14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1197 í C-deild Alþingistíðinda. (896)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Framsögum, minni hl. (Guðmundur Eggerz):

Eg vil enn einu sinni leyfa mér að brýna það fyrir hv. deild, að það, að brúka alla vegtina árlegg af sjóðnum — og það jafnt í góðum árum og vondum — sem er á móti tilgangi gefandans. Frumv. yrði ekki til annars en þess, að vextirnir af sjóðnum færu bara í kaupmennina.

Háttv. þingm. fanst það undarlegt, að sjóðurinn ætti að aukast. Það finst mér og fleirum vera alveg sjálfsagt. Eg kann ekki við að löggjafarvaldið fari að breyta ákvæðum gjafasjóðsins þannig, að það fari í bág við síðasta vilja gefandans. En ef það er talin nauðsyn, til þess að breyta fyrirkomulagi sjóðsins, þá finst mér langeðlilegast að stjórnin geri það, eins og eg þegar hefi tekið fram.