15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1210 í C-deild Alþingistíðinda. (910)

28. mál, ábyrgðarfélög

Framsögum. meiri hl. (Ólafur Briem):

Jafnvel þó að fram hafi komið tvö nefndarálit, annað frá meiri en hitt frá minni hluta nefndarinnar, þá snertir ágreiningurinn að eins fá atriði. Nefndinni hefi komið saman um, að í frv. fælist þörf og góð restarbót.

Meiri hl. nefndarinnar hefir leyft sér að bera fram 14 breyt.till. við frv , en þess er að gæta, að margar þeirra eru ýmist orðabreytingar eða lítilfjörlegar og óvenjulegar efnisbreytingar. Þær munu vera 7, er svo er ástatt um, og og þær eru undir töluliðunum l, 3, 4, 6, 7, 9 og 10. Breyt.till. undir tölulið 14 er að eina afleiðing af breyt.till. við 5. gr. og getur því í rauninni ekki heldur talist efnisbreyting. Verulegar efnisbreytingar eru þá eftir því að eins 6. Skal eg því minnast á þær í þeirri röð, sem þær eru settar á þingskj.

Fyrst er breyt.till. undir tölulið 2. Í 1. gr. frumvarpsins er heimildin til ábyrgðarstarfsemi hér á landi bundin við hlutafélög og félög með gagnkvæmri ábyrgð auk þeirra tveggja félaga, sem nafngreind eru.

Þetta þótti nefndinni of einskorðað, því að með þessu ákvæði eru útilokuð nokkur félög, sem ekki hafa þetta fyrirkomulag, en eru þó orðin kunn hér á landi sem trygg ábyrgðarfélög, svo sem »Den Københavnske Sø Assurance Forening« og nokkur fleiri. Þessi félög hafa það fyrirkomulag, að félagarnir ábyrgjast hver um sig tiltekna upphæð, og þó að þetta sé yfirleitt ekki eins tryggilegt, þá hefir nefndin ekki viljað fyrir það útiloka þau félög, sem þegar hafa kynt sig að góðu hér á landi. Þess vegna er farið fram á í 2. br.till. að þau félög, er þegar hafa rekið ábyrgðarstarfsemi hér á landi í 2 ár, skuli hafa rétt til þess framvegis, ef þau að öðru leyti uppfylla skilyrði laganna.

Þá er næst efnisbreytingin undir tölu. lið 5, en eg kem að henni síðast, því að hún hefir einmitt valdið aðalágreiningnum milli meiri og minni hlutana.

Breyt.till. undir tölulið 8 er í sjálfu sé engin Veruleg efnisbreyting, en er þó sjálfsögð. Hún tekur það einungis fram, að ábyrgðarskírteinin skuli vera á íslenzku, og að þar skuli tekið fram, hvar varnarþing sé.

11. breyt.till. hljóðar um það, að aðalumboðsmaður skuli tilkynna stjórnarráðinu, hverjir séu umboðsmenn, og er það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt.

12. breyt.till. fer fram á, að 3. gr. frumv. falli burt. Þessi 3. gr. snertir skilyrði fyrir því, að hérlendir menn fái að stofna hér ábyrgðarfélagsakap og reka ábyrgðarstarfsemi. Það er vitaskuld, að um þetta væri full þörf á að semja lög, en nefndin var sammála um,að þetta væri ekki nægilega undirbúið og ekki svo bráðnauðsynlegt, því að þótt lögin væru samþykt með sérstöku ákvæði í þessa átt, mundu þau, að því er þetta snertir, ekki koma til framkvæmda í bráðina. Það eru aðallega þrjú skilyrði, sem í greininni eru sett, að stjórn félagsins, eða meiri hluti hennar skuli vera búsett hér á landi, að félagið hafi varnarþing hér og er það hvorttveggja sjálfsagt. En svo er þriðja skilyrðið, að félaginu sé skylt að endurtryggja, að minsta kosti að helmingi, skuldbindingar sínar í erlendum félögum, er stjórnarráðið tekur gild. Þetta ákvæði þótti nefndinni orka tvímælis.

Hún telur fyrst og fremst, að það muni vera erfiðleikum bundið, að útvega slíkar endurtryggingar og vafasamt, hvort þær eigi við um öll ábyrgðarfélög. Nefndinni finst athugandi, hvort ekki væri eðlilegra að t. d. brunabótafélög endurtrygðu sínar skuldbindingar þannig, að miðað væri við hærri upphæðir, en smáar upphæðir væri aftur á móti ekki skylt að endurtryggja. Af þessum ástæðum og svo af því að nefndin taldi þetta ekki bráðnauðsynlegt, leggur hún til að þetta verði geymt þangað til betri undirbúningur er fenginn, og greinin falli þess vegna burt.

13. breyt.till. er Við 4. gr. Fyrri hluti greinarinnar hljóðar svo: Öll ábyrgðarfélög, er starfa hér á landi, skulu háð eftirliti stjórnarráðsins um það, að ekki séu sett nein ákvæði í ábyrgðarskírteini þeirra, sem koma í bága við gildandi lög, og er það sjálfsagt. En síðari hlutinn: »Svo og að öll ákvæði í ábyrgðarskírteínunum séu svo ítarleg, skýr og greinileg sem framaat er unt« o.s.frv., þótti nefndinni athugaverður. Það, út af fyrir sig, er mjög vafasamt, hvort hægt er að taka svo út fyrir allar æsar í ábyrgðarskírteinunum fremur en öðrum samningum, að enginn efi geti leikið á neinu atriði. Og því að eins eru dómstólar settir, að þeir eiga að gera út um vafasaman skilning á ýmsum atriðum, sem alt af getur komið fyrir. Það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að skera úr því fyrirfram, hvort eitthvert ákvæði getur valdið ágreiningi eða ekki. Sérstaklega þótti nefndinni þetta varhugavert fyrir það, að hún taldi víst, að ábyrgðarfélögunum mundi þykja nærri sér gengið með þessu ákvæði, að þeim væri ekki trúað til að orða ábyrgðarskírteinin svikalaust. Það virðist vera kveðið nægilega að í 5. gr., að ef ábyrgðarfélag verði uppvíst að því, að hafa í verulegum atriðum vanræktað uppfylla skyldur einar, þá missi það rétt sinn til ábyrgðaratarfsemi hér á landi.

Þá kem eg loksins að breyt.till. undir tölulið 5 við 2. gr. frumvarpsins. En sú grein hefir að geyma þrjú aðalskilyrðin fyrir starfsemi ábyrgðarfélaga hér á landi. Tvö fyrri akilyrðin, að félögin hafi aðalumboðsmann búsettan hér á landi og að varnarþing skuli vera hér, hafa engum ágreiningi valdið. En um þriðja skilyrðið, að félögin skuli setja þá tryggingu fyrir greiðslu ábyrgða, sem stjórnarráðið tekur gildar, hefir nefndinni ekki samið. Það er ekki fyrir það, að nefndin hafi ekki verið sammála um, að æskilegt væri að útlend félög hefðu tryggingu fyrir fé sínu, helzt í bönkum eða annarsstaðar, þar sem auðgengið væri að því. En það er tvent, sem meiri hlutinn er hræddur við að þessu leyti. Annað er það, að þetta mundi hvekkja félögin svo, að þau, ef til vill, mundu hætta starfsemi sinni hér á landi. Þar segir minni hlutinn, að önnur félög mundu koma í staðinn. Það getur verið, en meiri hlutinn getur ekki álitið að því sé fullkomlega treystandi. Hitt er það sem ef til vill er enn hættara við, að ábyrgðarfélögin mundu skoða þetta sem kvöð og vildu því fá eitthvað í staðinn. Og það sem verst er, þau gætu þá skamtað sér sjálf úr hnefa, með því að hækka iðgjöldin og það kæmi niður á öllum, sem til þeirra þyrftu að leita. Þetta yrði meiri akaði fyrir landið en svo; að tilvinnandi sé að setja þetta skilyrði um trygginguna. Það sem gerir mönnum hér á landi erfitt fyrir að ná rétti sínum gagnvart útlendum félögum, er ekki það, að þau hafi ekki nægilega tryggingu fyrir ábyrgðum sínum, heldur það, hversu dýrt er að sækja mál á hendur þeim. Það má telja einstökum mönnum ofvaxið fyrir það, hvað það kostar mikið. Fyrir það hefir það verið, að brydda hefir þótt á því hjá einstökum félögum, að þau hafa boðist til að greiða mönnum einhvern tiltekinn hluta af ábyrgðarfénu. Þau hafa treyst því, að ekki yrði farið í mál við þau. Það kom til orða í nefndinni að reyna að finna einhvern veg til þess að bæta úr þessu. Kom helzt til orða, að landsstjórnin skyldi sjá um, að slíkum dómum yrði fullnægt. Nefndin tók samt enga ákvörðun um þetta. En nú hefir háttv. minni hluti nefndarinnar (B. J.) komið fram með Viðaukatillögu við frumvarpið, sem fer í þessa átt. Eg hygg, að meiri hlutinn geti gengið að henni, að minsta kosti var engum mótmælum gegn henni hreyft í nefndinni.