15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í C-deild Alþingistíðinda. (926)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Framsögum. meiri hl. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Alt það sem háttv. þm. (B. J.) sagði nú síðast, var úti á þekju. kjörstjórnin fær listana frá flokkunum og merkir þá A. B. C. o. s. frv. Gæti hún þá strykað út nöfn þeirra manna, sem væru á þeim listum, sem fyr væru komnir.