16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í C-deild Alþingistíðinda. (941)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Framsögum. (Ólafur Briem):

Eg vil aðeins minnast á þær tvær breyt.till., sem eru komnar, báðar frá háttv. 2. þm. G.-K. (Kr. D.). Önnur breyt.till. er við 1. gr. frumv. Hún miðar að því, að það séu jafnan inir lögskipuðu úttektarmann hreppsins, sem virði allan kostnað við jarðabætur leiguliða, sem endurgjald á að greiðast fyrir og hve mikið eftirgjaldið eigi að hækka í stað þess að í frumv. er þetta orðað á þá leið, að til þessa séu valdir óvilhallir menn. Þessi breyt.till. er í samræmi við lík lög, sem hafa verið til með ferðar á þessu þingi, t.d. landskiftalög, girðingalög og vatnsveitulög. Þessi breyting er því mjög eðlileg.

Hin breytt.till. er við 4. gr. frumv. og miðar að því, að í stað þess að miðað sé við almenna peningarentu, þar sem talað er um, að landskuld hækki, þegar kúgildi eru tekin af jörð og kúgildaleigan þar með fellur niður. Í frumvarpsgreininni stendur svo: »Fellur þá kúgildaleigan niður, en landskuldin hækkar um mismun þann, er metinn verður á kúgildaleigunni og almennri peningarentu af verði kúgildanna«. Br.till. fer fram á að í stað »almennrar peningarentu« komi 4% rentu. Nefndin er samþykk því, að betra sé að tiltaka ákveðna rentuupphæð. En þó að sumum ef til vill finnist þessi. renta nokkuð lág, þá vill nefndin ekki gera þetta að ágreiningsatriði. Meiri hluti nefndarinnar er því með þessum breyt.tillögum.