16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í C-deild Alþingistíðinda. (953)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Kristinn Daníelsson:

Eg stend á þeim tveim brtill., sem háttv. framsögum. gat um. Brtill. á þgskj. 391 kom frá sjávarútveganefndinni og hefir hann getið um, hvernig þar er ástatt.

Háttv. fjárlaganefnd hefir nú gengið nokkuð í sömu áttina, þar sem hún hefir þó viljað hækka styrkinn til þessa eftirlits upp í 3000 kr. úr þeim 1500 kr., sem stjórnarfrv. gerir ráð fyrir, hvort árið. Síðan farið var að gera tilraun með þetta eftirlit, hefir það reynst, að hversu ódýrt sem það hefir verið, þá hefir styrkurinn ekki getað nægt. Nú hefir það þó verið reynt með góðum árangri, og þá verða eðlilega fleiri til þess, að vilja verja þannig atvinnu sína, og þótt eg virði vel góðan vilja háttv. fjárlaganefndar, þá dylst mér það ekki, að hækkun hennar á þessum lið er ófullnægjandi. Ekki þyrfti annað en að sama tilraunin væri gerð að eins á 2 stöðum, þá hrykki féð ekki. Það mætti auðvitað hugsa sér einhvern milliveg milli upphæðanna, og eins held eg að réttara væri að setja orðin »alt að« framan við krónutöluna, til þess að ekki yrði notað meira en komist verður af með, en því gleymdi eg.

Eg vænti þess að háttv. fjárlaganefnd sé ekki sérstaklega kunnug þessum efnum, því að þótt hún kunni að vilja hlynna að sjávarútveginum, þá er þó enginn sérstakur talsmaður hans í henni.

Og eg vil minna á það, að menn hafa fundið til þess löngum, hve sá atvinnuvegur hefir verið hafður útundan á móts við það, sem landbúnaðurinn hefir verið styrktur. En ekki skal eg fara út í það frekara nú. Það er mál, sem er hv. þingmönnum, kunnugt. Það má laga þessa brtill. til 3. umr., t.d. skjóta inn orðunum »alt að«. Það er alt af ilt, ef þörfin er fyrir, að geta ekki stutt það sem á liggur að styðja, án þess að grípa til þess fé utan fjárlaga.

Þá hefi eg tekið upp á þingskj. 443 fjárbeiðni fyrir hönd eins læknis. Það er Magnús Júlíusson, sem. sent hefir þinginu beiðni um sams konar styrk og aðrir sérfræðingar njóta. Í þessu felst eiginlega tvent.: Fyrst það, að hann fái styrk sem sérfræðingur í húðsjúkdómum, sem að sögn eru hér alltíðir og marga konar, og mjög svo auðsynlegt að stúdentar hér við læknadeild háskólans fái góða tilsögn í öllu, er að þeim lýtur. Svo er hitt, að hann býðst til að standa fyrir notkun væntanl. Röntgensáhalda.

Þetta þarf ekki að útiloka það, að fjárhæð, sú sem háttv. fjárlaganefnd hefir ætlað til notkunar áhaldanna, standi. En það má jafnframt spara fé á þenna hátt. Magnús Júlíusson hefir nýlega skrifað mjög fróðlega og rökstudda grein um húðsjúkdóma. Hann hefir verið erlendis í 3 ár til þess að fullkomna sig í fræðigrein sinni og einkis styrks notið til þess af opinberu fé, eins og annars er títt. Eg get fullyrt, að hann er reglusamúr og iðjumaður, og hann hefir notið leiðbeiningar og samvinnu beztu og merkustu — lækna í Danmörku í sinni grein og hafa meðmæli hans frá þeim legið hér frammi á lestrarsalnum, en eina og vant er; býst eg við að háttv. þm. hafi ekki haft — tíma til að kynna sér þau.

Eg skal minna á það, að hann hefir bæði verið. á Frederiksbergs Hospital og Frederiksbergs Klinik og undir handleiðslu dr. Ehlers, sömuleiðis á 4. deild í Kommune Hospitalet. og eru vottorð um alt þetta til sýnis, ef óskað er. Hann vill ganga að sömu skilyrðum og aðrir; um að veita ókeypis kenslu og og »klinik«. Að því er snertir Röntegsáhöldin, er það að segja, að hann hefir einnig stundað þær lækningar og hefir beztu meðmæli frá yfirlæknunum á Finsens-stofnuninni og Röntgens Klinik á Kommune-spítalanum. Og et Röntgens-áhöld eru engin, þá er álitið sjálfsagt að taka upp ljóslækningar Finsens um leið, því að við það er lítill viðbótarkostnaður, þar sem aflfærin eru in sömu. Og ef það væri gert, þá ætti þessi maður að standa nærri því, að honum væri trúað fyrir þessu, því að þótt fleiri Íslendingar kunni að beita Röntgenstækjum, þá er hann sá eini, sem lært hefir lækningaraðferð Finsens. Og þó að um fleiri geti verið að ræða til þess að taka þetta að sér, þá er það ekki þessari tillögu til falls, því — að það er ekkert á móti því, að fleiri séu en einn, sem kunna slíkt. Það á ekki að klípa um of við nögl sér fé til þeirra manna, sem geta gert gagn og varið hafa til þess miklu fé og tíma að búa sig undir það. Vér viljum hafa framfarir og fullkomnun í þessu og öðru, eina og aðrar þjóðir, og það fáum vér ekki nema með því að eignast góða sérfræðinga í fleiri og fleiri greinum, og þeim á að fjölga og þarf að fjölga í sambandi við háskólann, og því fé er ekki á glæ kastað, sem til slíks er veitt.

Eg vona, af því að hér er ekki um mikla fjárhæð að ræða, að háttv. deild líti svo á, að rétt sé að sinna þessu og veita viðurkenningu þeim manni, sem svo mikið hefir fyrir þessu haft. Læt eg svo úttalað um þetta.