16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í C-deild Alþingistíðinda. (956)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Kristinn Daníelsson:

Eg get verið þakklátur hæstv. ráðherra fyrir undirtektirnar. Það var fjarri mér, að eg vildi ámæla stjórninni fyrir það, að hún hefir ekki ætlað hærri upphæð en 1500 kr. til eftirlitsins með fiskiveiðum útlendinga. Þegar fjárlagafrv. stjórnarinnar var samið, var ekki einu sinni byrjað á tilraununum, og því engin reynsla fengin fyrir því, hvernig þetta mundi gefast eða hve mikið fé mundi þurfa. Það var ekki fyr en á útmánuðum í vetur að hægt var að koma þessu á laggirnar. En þar sem hann hélt því fram, að gagnið væri enn óséð og að öllum líkindum ekki eina mikið og af væri látið, þá get eg ekki verið á sama máli. Gagnið er einmitt séð og og fullreynt. Botnvörpungarnir þora ekki inn í landhelgina ef eftirlitsbáturinn er þar fyrir. Eg hefi sjálfur séð þá voka við landhelgislínuna. til að bíða eftir, að mótorbátur, sem var þar á ferð færi í lund, en þegar þeir sáu að báturinn lá kyr, þá lögðu þeir frá. Það er einróma álit sjómanna hér suður frá, að afli sá, er fékst í vor og sumar, hafi beinlinis verið að þakka vörn mótorbátsins, annars hefði enginn fiskur veiðist, sérstaklega ekki í vor. Það fer því fjarri. að botnvörnungarnir óttist ekki þessa vörn, þeir flýja blátt áfram undan henni. Viðvíkjandi styrkhækkuninni skal eg geta þess, að Vestmanneyingar hafa í hyggju, að koma sér upp eftirlitsbát, og telja mikla þörf á, honum, eina og sjó, má Lögréttu 13. þ. m., þar sem þess er getið, að upp við Eyjarnar liggi oft 40–100 botnvörpungar. — Þess er líka að gæta, að fé, því sem í þetta er lagt, er ekki á glæ kastað. Bítlarnir taka númer skipanna, svo að í þau er hægt að ná síðar og sekta þau. Eg held að eg megi fullyrða, að eftirlitið hér suður frá, hafi þegar borgað sig. Fyrir það hefir einn lögbrjóturinn komist undir manna hendur og upp úr því mun hafa hafst alt að 2 þús. kr., 1000 kr. peningasekt og aflinn gerður upptækur.

Þá skal eg víkja að hinni breytingartillögunni. Hæstv. ráðherra tók vinsamlega í aðaltillöguna, en síðari liðinn skildi hann ekki rétt. Eg ætlaðist als ekki til, að með þessu væri bundinn réttur stjórnarinnar til að veita þennan starfa að verðleikum, og sem hæstv. ráðherra sagði að þrír menn hefðu þegar sótt um. Í þessum síðari lið er umsækjandanum að eins gert að skyldu, að takast þennan starfa á hendur, ef þess er óskað, en stjórninni aftur á móti alls ekki gert að skyldu að veita honum starfann fremur en einhverjum öðrum sem henni sýnist betur til þess hæfur. Það er engu slegið föstu um það. Hann fer að eins fram á þennan styrk til þess að stunda sérfræðisgrein sína og býður auk þess fram þjónustu sína til hina starfans án frekara endurgjalds, ef á þarf að halda. Eg skal manna síðastur verða til að mæla á móti því, að tveir menn fái slíkan styrk. Hæstv. ráðherra sagði, að tveir af umsækjendunum hefði þegar lagt fram fullkomin skilríki fyrir því, að þeir væru færir um að taka að sér þennan starfa. Það hefir þessi maður líka gert. Það var í fyrra, að hann sótti um styrk til undirbúnings undir hann, en síðan hefir hann lært til fullnustu alt sem að þessu lýtur. Og hann mun eins og eg áður tók fram, vera sá eini maður hérlendur, sem jafnframt hefir búið sig undir að veita forstöðu Finsens ljóslækningastofnun, sem eflaust verður komið á fót í sambandi við Röntgensáhöldin.

Eg skal svo ekki þreyta menn með lengra máli.