08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í C-deild Alþingistíðinda. (97)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti:

Út af þeim orðum, sem beint var til mín, Vil eg taka fram, að það stendur í þingaköpunum, 20. gr., að Við 1. umr. beri að ræða frumvarpið í heild sinni. En það er varla hægt að ræða það í heild sinni án þess að minnast á nokkur in helztu höfuðatriði þess.

Hér var engin sérstök grein frumvarpsins nefnd eða rædd, og sé eg því eigi, að eg hafi haft ástæðu til að taka orðið af neinum inna háttv. þingmanna, er töluðu.