16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1276 í C-deild Alþingistíðinda. (970)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Lárus H. Bjarnason:

Örfáar athugasemdir út af ræðu hæstv. ráðherra. Hækkun sú, sem fjárlaganefndin leggur til að gera brúttó, nemur samtals 226630 kr., og lánsheimildirnar 54 þús. kr. Nú þótt nokkuð meira verði samþykt en brtill. nefndarinnar, þá getur sú upphæð ekki numið svo miklu sem hæstv. ráðherra sagði. Fjárlaganefndin fór svona að 1 útreikningnum: Öll hækkun útgjalda, sem nefndin leggur til að gera, nemur sem sagt 226630 kr. Þar við bætast 116 þús. kr., sem feldar eru niður tekjumeginn, afborganir í viðlagasjóð. Summa: 342630 kr. Þar frá dregst aftur tekjuhækkun nefndarinnar, 128000 kr. Eru þá eftir 268,630 kr., en þar frá dregst tekjuafgangurinn að upphæð 75.586 kr. Og verður þá tekjuhallinn samkvæmt reikningi nefndarinnar 193044 kr.

Háttv. þm. Seyðf. (V. G.) þótti litlu máli skifta, hvort orðunum »alt að«. Væri bætt inn í á undan fjárveitingunni í 11. gr. B. 4. Eg er honum ósamþykkur um það. Þau orð tákna, að upphæðin, sem sett er, sé hámark, tákna hingað og ekki lengra.

Viðvíkjandi ummælum háttv. 1. þm. Skagf. (Ól. Br.) skal eg leyfa mér að benda á það, að það hefir komið fyrir, að persónulegar launabætur hafa verið veittar í fjárlögum. Svo hefir t. d. verið um póstmeistara, sem í raun réttri hefir að eins 1700 kr. í lögmælt laun, ef eg man rétt, en hefir smám saman fengið persónulegar launabætur, svo að nú hefir hann 4000 kr. Fjárlaganefndin hefir ekki tekið launahækkunar stefnuna á kennurum upp hjá sjálfri sér; hún hefir tekið í þann enda, sem launa nefndin rétti að henni, farið að hennar ráði um að hækka litið eitt á launalægstu mönnunum, en gert það með mestu varúð: