16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í C-deild Alþingistíðinda. (986)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Magnús Kristjánsson:

Eg ætla að eins að segja örfá orð út af brúnni á Eyjafjarðará. Eg get vel skilið, að háttv. framsögum. (P. J.) eigi erfitt aðstöðu í þessu máli, en eg geng út frá, að hann tali fremur fyrir meiri hl. nefndarinnar, en frá eigin brjósti, þegar hann talaði um að það yrði að fresta þessu máli. Eg álít að þessi mótspyrna sé fram komin af ókunnugleika nefndarinnar, enda væri þess að vænta, því flestir nefndarmenn eru búsettir hér sunnanlands og þekkja að líkindum ekki, hvernig þarna hagar til, nema hv. framsögum., sem er sá eini af þeim, er nokkuð þekkir til.

Aðalástæðan til þess, að ekki sé hægt , að brúa Eyjafjarðará á næsta fjárhagatímabili, er sögð sú, að á þinginu 1911 hafi verið samin lög um að brúa Jökulsá á Sólheimasandi. En eg veit ekki til, að annað standi í þessum lögum, en að hana skuli brúa þegar fé sé veitt til þess á fjárlögum. En eg sé ekki að þetta ákvæði hafi neitt að þýða, því að það er svo sem sjálfsagt, að allar ár landsins verði brúaðar þegar nægilegt fé er fyrir hendi til þess. Skil eg ekki, hvers vegna fjárlaganefndin álítur sig svo bundna við þetta ákvæði, enda álít eg hana ekki skuldbundna til að framkvæma ályktanir, sem fyrri þing hafa gert, ef þær við nánari athugun reynast misráðnar, eins og eg álít að hér eigi sér stað.

Ekki hefir enn. þá komið fram nein verulega rökstudd ástæða fyrir því, að brúin á Jökulsá geti orðið tryggileg, heldur þvert á móti, hefir Jón Þorláksson ráðið frá að byggja hana. Eins og kunnugt er, er Eyjafjarðará stórt vatnsfall á einni fjölförnustu póstleið landsins, nálægt öðrum atærsta kaupstað landsina, Akureyri, sem er miðstöð alls viðskiftalífs norðanlands. Einmitt á þessum stað er því mikil þörf á brú, og er furða, að dregist hefir fram á þennan dag að leggja hana. Það yrði of langt mái að lýsa nákvæmlega hvernig til hagar á þessum stað, en eg ætla að drepa á það með örfáum orðum. Áin getur verið ófær um lengri tíma, einkum haust og vor, því þá eru það veikir ísar, sem hindra umferðina mjög tilfinnanlega. Það er því ekki eins létt verk og margur heldur, að komast áfram ferða sinna yfir hana, en en umferðin á þessu svæði er ákaflega mikil, oft mörg hundruð á dag. Eg get hugsað mér, þó eg hafi ekkert til að byggja á í þessu efni, að umferðin um Jökulsá á móts við umferðina yfir Eyjafjarðará standi í hlutfallinu 5 á móti 100.

Hvort öðrum finst það ástæða, akal eg ekki dæma um, en mér finst það, að þegar maður hugsar sér vatnsfall eða vaðla, sem eru 2 km. á breidd, þá er oft hrygðarsjón að sjá, þegar hestarnir verða að brjóta ísinn mikið af leiðinni, og svo þegar þeir koma í land blóðugir, klökugir, hríðskjálfandi og geta varla staðið á fótunum. Get eg ímyndað mér að margur kallaði þetta illa meðferð á skepnunum. En þegar mönnum er lífsnauðsynlegt að komast áfram, er úr vöndu að ráða, og flestir munu taka þann kostinn, að reyna að koma áfram ferð sinni þrátt fyrir ina miklu erfiðleika og þá jafnan hætt við slysum. Eg set þetta að eina fram hér af því mér finst það vera megn ókunnugleiki, sem bagar þessu máli. Mætti kannske líka taka til greina, að Akureyri og Eyjafjörður leggja töluvert meira til landssjóðs, en nokkuð annað hérað á landinu.

Eg skal svo ekki vera að orðlengja þetta meira, en mig langar að eins til að draga fram eitt dæmi áður en eg sezt.

Það hefir mikið um það verið rætt, að margir menn hafi fanst í Jökulsá á Sólheimasandi, en það hafa líka farist margir menn í Eyjafjarðará. Eg veit ekki um tölu þeirra, en eg vissi til þess, að í fyrra þurftu 3 ungir efnisbændur í Eyjafirðinum að fara yfir ána. Var þá, sem oftar, á henni mjög ótryggur ís, en mennirnir þurftu nauðsynlega að koma áfram ferð sinni. Lentu þeir niður í hyldýpi og var það tilviljun ein að þessum mönnum varð bjargað, bar menn að í þessum svífum, hefðu þeir annars orðið að láta líf sitt. Þó mér sé brúargerðin áhugamál, tel eg samt vel farið, að ekki vildi til slys í þetta sinn, því það hefði verið of dýrt að offra þess um þremur mönnum til að færa þinginu heim sanninn um að þetta fyrirtæki sé nauðsynlegt. Vona eg að menn hugsi sig vel um áður en þeir fella brúna.

Þá ætla eg með örfáum orðum að minnast á vitamál. Það hafa komið fram raddir um að setja upp vita á Ingólfshöfða, en þar held eg ekki sé sem heppilegastur staður. Eg hefi að vísu ekki svo mikla þekkingu á þessu máli, en eftir viðtali við botnvörpungaskipstjóra, held eg að því sé ekki að ástæðulausu haldið fram. Það er alveg nauðsynlegt að vanda sem bezt til vitanna að öllu leyti, því illir og óhentugir vitar eru verri en engir. Þess vegna verður það að vera stefna þingsins, að spara enga fyrirhöfn eða peninga til þess að koma vitunum upp á þeim stöðum þar sem þörfin fyrir þá er mest, og þá eru það íslenzku skipstjórarnir, sum hafa mesta reynslu fyrir, hvar mest er þörf fyrir þá. Eg vildi að eins benda fjárlaganefndinni á, hvort hún ekki vildi athuga þetta mál. Eg veit að allir sjómenn, sem vit hafa á málinu, óska eftir að vitinn sé hafður á Meðallandi, en ekki á Ingólfshöfða. Sé hann hafður á Ingólfshöfða, kemur hann mest að notum útlendum skip stjórum, sem máske aldrei koma hingað og aldrei borga vitagjald, en sé hann í settur Meðallandstangann, kemur hann Íslendingum langtum fremur að notum.