21.07.1914
Neðri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1042 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

9. mál, markalög

Einar Jónsson:

Eg ætlaðist til, að háttv. þm. Mýr. (J. E.) hefði gott af því, að fá leiðrétta ósamkvæmni sína. Hann hefir gott af því sem óvanur maður að átta sig. Háttv. 1. þm. Húnv. (G. H.) benti honum á, að fleiri ástæður sé móti þessu frumvarpi hans, en sú, að hér er um tilfinningamál að ræða. Það er nú svo gott að vita, að þessa ástæðu, sem hann segir vera þá einu móti frumvarpinu, fekk hann hjá mér í gærkveldi.

Eg vona nú, að hann taki einnig til greina hinar ástæðurnar, og komist svo langt á leið, að hann falli frá frumvarpinu, svo sannsýnn maður, sem hann er.