10.07.1914
Neðri deild: 8. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1032)

26. mál, löggiltir endurskoðendur

Flutningsm. (Bjarni Jónsson):

Það stendur alveg eins á með þetta mál, eins og það, sem var til umræðu næst á undan. Eg bar það fram hér á þinginu í fyrra og gekk það þá fram hér í þessari deild, en dagaði uppi í efri deild.

Eg hefi nú tekið það upp aftur með þeim breytingum, sem nefndin, sem fjallaði um málið í fyrra, gerði á frumvarpinu.

Af því að skoðanir manna á því, hve þarft þetta mál sé, eru tvískiftar, vil eg leggja til, að skipuð sé nefnd í það.

Eg vil biðja hina háttvirtu deild að kjósa 5 manna nefnd í málið, og lofa því svo að fara til 2. umræðu, eg vona að þá verði tækifæri til að tala nánar um það, og læt því úttalað um það í þetta skifti.