31.07.1914
Neðri deild: 29. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

33. mál, vegir

Framsögum. (Bjarni Jónsson); Nú sé eg, að eg hefi ráð þessarra vitru manna í hendi mér. Þeir neyttu síns afls með því að skera niður umræðurnar rétt áðan og meinuðu þingmönnum, sem höfðu beðið sér hljóðs, að taka til máls, meðal annars háttv. þm. S.-Þing. (P. J.), sem líklega hefir ætlað að svara hnútum frá mér. (Pétur Jónsson:

Nei, eg ætlaði ekki að svara þingmanninum). Jæja, þá hefir hann ætlað að segja eitthvað annað. En nú hefi eg þeirra ráð í hendi minni, því að nú gæti eg staðið hér og talað til kvölds. Til þess hefi eg nógu lipurt tungutak og væri rétt að sýna fram á, hvaða meðul er hægt að nota við þetta þing, sem misbeitir svo valdi sínu, en í þetta skifti ætla eg ekki að nota þetta meðal. (Einar Arnórsson: Meiri hluti þingsins gerir alt rétt). Eg hefi sagt, að meiri hluti þingsins hafi jafnan á réttu að standa, en það hefi eg aldrei sagt um meiri hluta neðri deildar. Eg vil engar rökvillur hafa hér eða útúrsnúninga á orðum mínum.

Af einskærri miskunn minni skal eg nú leyfa mönnum að ganga til atkvæða án þess að segja meira.