03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1051 í B-deild Alþingistíðinda. (1047)

33. mál, vegir

Einar Jónsson:

Háttv. þm. Dal. (B. J.) ætti að vera jafnvandur á öll sín orð inni í þingsalnum, hvort sem þau falla í beinum umræðum eða ekki. En ef hann heldur sig vera kominn á þing til þess að segja ósatt og draga menn á eyrunum, þá er það misskilningur hjá honum á verkahring þingmanna; þá væri honum nær að sitja heima.