20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (1069)

74. mál, land til stækkunar á kirkjugarðinum í Reykjavík

Matthías Ólafsson:

Það, sem eg ætlaði að segja, er sömuleiðis til athugunar fyrir væntanlega nefnd.

Það er efalaust, að sú skylda hvílir á landssjóði að sjá þjóðkirkjusöfnuðinum hér í bæ fyrir kirkjugarðsstæði.

Eg vildi aðeina skjóta því til væntanlegrar nefndar, hvort ekki mætti kaupa lóð fyrir kirkjugarð einhversstaðar annarsstaðar en á Nýjatúni, þar sem líkur eru til, að afarhátt verð verði heimtað. Það er ekkert einsdæmi í bæjum, að margir kirkjugarðar sé í sama bæ og fáist gott svæði fyrir viðunanlegt og lægra verð, þá álít eg sjálfsagt að kaupa það.

Þetta vona eg, að hv. nefnd athugi. Eg er alveg samdóma hv. 2. þm. Árn. (E. A.), að rétt sé að utanþjóðkirkjusöfnuðir beri sinn hluta af kostnaðinum.

Annað var það ekki, sem eg ætlaði að taka fram.