20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

74. mál, land til stækkunar á kirkjugarðinum í Reykjavík

Hjörtur Snorrason:

Það var aðeins örstutt athugasemd, sem eg vildi gera. — Úr því, að það liggur nú fyrir, að fara að leggja fram tugi þúsunda króna til þess, að stækka kirkjugarðinn hér í Reykjavík, þá vildi eg skjóta því til væntanlegrar nefndar, hvort hún vildi ekki athuga það, hve mikið það kostaði, að hafa hér fullkominn útbúnað til líkbrenslu. Mér finst vert að athuga það, hvort ekki er kominn tími til að breyta um þessa útfararsiði, sem tíðkast hafa svo lengi, bæði með oss og öðrum þjóðum.