05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

105. mál, baðefni

Pétur Jónsson:

Ræður þær, sem hér hafa verið haldnar, hafa nú skýrt málið svo, að eg vil, eftir undirtektir hæstv. ráðherra, leggja það til, að till. sé ekki beint samþ., heldur sé málinu vísað til stjórnarinnar á þann hátt, sem viðgengist hefir, þannig, að hún taki það til athugunar, sem í till. felst. Að Coopersbaðlyf verði tekin til athugunar, eins og hin, en ekki gengið framhjá þeim. Þó að eg álíti sumar aðrar tegundir betri, þá vil eg ekki fara svo strangt út í það. Það væri ekki gott, heldur, að eitt einstakt firma hefði einkasölu á baðlyfjum, heldur væri bezt að tegundirnar væri margar, sem um mætti velja, ef hægt væri.