05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1154 í B-deild Alþingistíðinda. (1155)

105. mál, baðefni

Guðm. Hannesson:

Það getur skift nokkuð miklu máli, hver baðlyf stjórnin leyfir almenningi að nota, og eins og eðlilegt er, leitar hún um það mál álita dýralæknis. Hann er illa settur í því efni. Hann getur að vísu farið eftir bókum, en þeim er eigi ætíð að treysta. Aftur á móti hafa bændur freistingu til þess, að segja þau lyf góð, sem ódýr eru. Þetta veltur á ekki svo litlum peningum.

Eg verð nú að treysta því, að stjórnin velti þessu rækilega fyrir sér. Ef bændur hafa rétt fyrir sér, þá er sjálfsagt að þeir fái þetta lyf. En hvort sem dýralæknir eða aðrir eiga að rannsaka þetta, þá þykist eg vita, að efnarannsókn út af fyrir sig dugir ekki. Auk efnarannsóknar þarf að gjöra rækilegar tilraunir með hverja lyfjategund.