05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

105. mál, baðefni

Ráðherra (S. E.):

Eftir því, hvernig síðustu umræður hafa fallið, skilst mér hér aðeins vera að ræða um bending til stjórnarinnar um að taka málið til athugunar. Eg lít svo á, að sjálfsagt sé að halda fast við ákvæði laga 20. okt. 1913, um, að stjórnin ákveði baðlyfin, á meðan að þeim lögum er ekki breytt.

Eg geng út frá því, að þingið vilji með þessu aðeins láta í ljós, að það vilji gjarnan hafa Coopersbaðlyf, og eg vil lýsa yfir því, að eg hefi fullan skilning á því, hve mikla þýðingu það hefir fyrir þjóðina, að baðlyf sé vel valin. Eg skal taka það fram, að svo framarlega, sem það kemur í ljós við rannsókn, að þessi baðlyf sé skaðleg, þá getur stjórnin að sjálfsögðu ekki mælt með þeim.

Sem sagt skoða eg þessa tillögu sem bendingu til stjórnarinnar, um, að taka þessi baðlyf með, svo framarlega, sem þau reynast ekki óhæf.