05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (1157)

105. mál, baðefni

Stefán Stefánsson:

Þessi yfirlýsing hæstv. ráðherra álít eg að komi heim við það, sem eg sagði áðan, að tillagan ætti ekki að skylda stjórnina til neins, heldur aðeins að heimila henni að löggilda þessi baðlyf, og því einu treystum vér flutningsmenn tillögunnar, sjái hún sér það fært.