07.08.1914
Neðri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1181 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

70. mál, afnám eftirlauna

Sigurður Sigurðsson:

Eg skal ekki tala um sjálft málið, sem hér liggur fyrir. En eg get ekki látið vera að mótmæla þeirri aðdróttun, sem mér fanst liggja í orðum hæstv. ráðherra (S. E.), að eg væri að ala á ríg milli embættismannanna og alþýðunnar. Eg kannast ekki við, að eg geri þetta. Mér er meinlítið við flesta embættismennina, og tel þá upp og ofan, suma góða og duglega, suma miður en skyldi. En það vil eg segja, að þótt skaðlegt kunni að vera að ala á slíkum ríg, þá er þó þúsund sinnum skaðlegra að fá alþýðuna til þess að trúa því, að embættismennirnir sé einhverjir guðir, sem alt geti gert og aldrei geti skjátlast.