11.08.1914
Neðri deild: 41. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1227 í B-deild Alþingistíðinda. (1213)

121. mál, uppburður sérmála Íslands

Framsögum. minni hl. (Jón Magnússon):

Það er dálítill skoðanamunur milli mín og hæstv. ráðherra (S. E.).

Eg álít það skyldu hvers ráðherra að segja af eða á um það, hvort eitt tiltekið atriði í löggjöf þingsins megi ganga fram eða muni ná staðfestingu eða ekki. Og svo er hvarvetna í öðrum löndum, og svo á það að vera. Það kann að vera dálítið örðugra hér en annarstaðar, en þingið verður þó að geta. krafist þess af ráðherra, að hann geti gefið yfirlýsing um slík atriði.