11.08.1914
Neðri deild: 41. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1227 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

121. mál, uppburður sérmála Íslands

Ráðherra (S. E.):

Það er ómögulegt annað, en háttv. 2. þm. Rvk. (J. M.) skilji þá yfirlýsing, sem eg hefi flutt frá H. h. konunginum, sem sé þá, að hann, ?: konungur, vilji ekki segja neitt um staðfesting stjórnarskráinnar fyrr en hann hefir séð fyrirvarann.

Auðvitað ber eg þá ábyrgð á fyrirvaranum, að eg stend og fell með honum.