07.07.1914
Neðri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

1. mál, íslenski fáninn

Ráðherra. (H. H.):

Eg hefi lagt málið fram í sameinuðu þingi á fyrsta fundi þess, og þar er það til meðferðar, sem stendur. Það vita allir þingmenn. Eg hefi aldrei sagt, að privatfundurinn á morgun sé sameinað þing. Þar verður ekki um annað að tala, en undirbúning frekari gjörða í málinu, og þá meðal annars leitað samkomulags um, hvort því skyldi haldið áfram í sameinuðu þingi, eða rætt í deildunum. Þetta virðist fullljóst.