04.08.1914
Neðri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (1250)

85. mál, brúargerð á Langá

Flutn.m. (Jóhann Eyjólfsson):

Eg skal ekki vera langorður. Eg get hvort sem er ekki búist við að sækja mikinn rétt í hendur manna, sem hugsa líkt og þessi háttv. síðasti ræðumaður. Það sem hann sagði nú síðast, var að mestu leyti rangfærslur á því, sem eg hafði áður sagt. Hann saði, að eg hefði hrósað Mýramönnum fyrir það, hve vel þeir héldi við sínum vegum. Þetta er rangt. Eg sagði einmitt, að eg ætlaði ekki að standa á verði fyrir Mýramenn um það. En eg sagðist líka búast við því, að það væri nokkuð líkt sem þeir héldi við sínum vegum og aðrar sýslur, sem fátækar væri og litlar, en það er víst, að Mýrasýsla var svo óheppin, að þessi vegur var framúrskarandi illa gerður í fyrstu, og vegna þess er viðhaldið bæði dýrt og erfitt.

Það getur verið rétt, að sýslan sé lagalega skyld til að viðhalda þessari brú, en hún hefir að minsta kosti ekki siðferðislega skyldu til þess.

Sú stefna virðist hafa verið tekin hér á þinginu áður, að sjálfsagt væri að landssjóður legði 2/3 fram til brúarbygginga. Þessi regla finst mér, að eigi að ráða jafnt f þessu sem öðru.

Meira hefi eg ekki um málið að segja, enda býst eg við, að allir þingmenn sé búnir að ákveða, hvernig þeir greiði atkvæði í þess máli. En ekki vildi eg eiga að bera ábyrgð á atkvæði þeirra, sem vilja þessu máli ógagn.