13.07.1914
Efri deild: 7. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (1283)

30. mál, siglingalög

Framsm. (Karl Einarsson):

Nefndin hefir leyft sjer að koma fram með breytingartill. á þgsk. 85, við 2. málsgr. 1. gr. Þessi breyting er að eins orðabreyting. Ástæðan til þess, að þessi breytingartillaga kom svo seint fram, er sú, að við sáum ekki frumvarpið fyr en í morgun, hvernig sem á því hefir staðið. Þar eð hjer er aðeins um orðabreytingu að ræða ætla jeg ekki að fjölyrða frekar um hana.