07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

91. mál, strandgæsla

Framsögnmaður (Jósef Björnsson) :

Frv. það, er hjer liggur fyrir, var lagt fyrir Nd. af stjórninni. Í Nd. hefir frv. verið breytt að því leyti, að þar hefir það verið lagt undir Búnaðarfjelag Íslands að hafa eftirlit með sandgræðslunni, en eftir stjórnarfrv. átti skógræktarstjórinn að hafa það. Aðrar efnisbreytingar hefir Nd. ekki gjört á stjórnarfrv.

Það getur nú leikið vafi á, hvort breyting sú, sem Nd. hefir gjört, sje til bóta eða ekki. En með því að nefndin hjer í deildinni lítur svo á, að frv. sje til bóta í heild sinni og að þörf sje á slíkum lögum, leggur hún til, að frv. sje samþykt óbreytt.

Jeg skal geta þess, að í 9. gr. frv. er 1 prentvilla. Þar stendur „samkvæmt 7. gr.“ — á auðvitað að vera „samkvæmt 8.gr.“. Þar er og vitnað til 7. gr. en á að vera 8. gr. Skrifstofan skýrði nefndinni frá, að þetta væri prentvilla og vonar að hún verði ekki að sök, heldur verði hún leiðrjett á skrifstofunni.