07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (1365)

91. mál, strandgæsla

Júlíus Havsteen; Jeg verð að biðja afsökunar á, að jeg vissi ekki að deildin ætti slíkan sjerfræðing í sandgræðslu og öllu, sem þar að lýtur, og hv. 6. kgk. þm. (G. B.). Hann er ekki aðeins gagnkunnugur allri sandgræðslu hjer á landi, heldur og í Danmörku. Búnaðarfjelagið þarf eftir þessu ekki annað en leita ráða til hans um þessi efni. En jeg ætla aðeins að spyrja hv. þm. eins:

Ef hjer væri settur á stofn spítali, og hann ætti að veita spítalastjóra embættið, mundi hann þá skipa það skottulækni? Jeg vil helst að þeim mönnum sje falið starfið, er hafa sýnt einhver skilríki fyrir, að þeir kunni eitthvað fyrir sjer í því.