30.07.1914
Neðri deild: 25. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

89. mál, friðun héra

Bjarni Jónsson:

Eg hefi þakkað manninum og ætti að vera nóg, að þökkin komi fram í umræðunum. Eg skil það vel, að hér er að eina um friðun að ræða, ekki bann gegn innflutningi. Það er auðvitað gagnslaust að flytja hingað héra og skjóta þá jafnharðan sem þeir koma á land. Það skilja allir. En hitt draga menn í efa, hvort jafnmikið gagn eða gleði geti hlotist af hérunum sem skaði. — En dagskráin væri mér engu ókærari, þótt manninum væri þar vottað þakklæti.

Hérafræðingurinn að austan hefir misskilið mig. Eg hafði það á orði, að kjötsalar hefði á boðstólum kattakjöt, er þeir segði vera hérakjöt. Auðvitað átti eg ekki við héra á fæti, jafnvel þótt í »fyrsta klassa« væri.