30.07.1914
Neðri deild: 25. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (139)

89. mál, friðun héra

Framsögum. (Guðm. Hannesson :

Háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) var að segja fyndni um það, að eg kæmi í bága við þá skoðun á málinu, sem nefndarálitið lætur í ljós. Það var fyndni ef það getur þá kallast því nafni — en ekki rökrétt ályktun út frá nefndarálitinu. Nefndarálitið endar á því, að öll líkindi sé til að gagnið af hérunum verði svo mikið, að það geri meira en vega upp á móti skaðanum, sem talið er að þeir muni vinna. Eg skal fúslega játa, að nefndin getur enga ábyrgð tekið á þessu, hún veit ekki hvernig reynslan verður, en hún telur meiri líkur mæla með því, að hérarnir vinni meira gagn en skaða, og þess vegna leggur hún til, að frv. verði samþykt. Það er því í fullkomnu samræmi við nefndarálitið, að eg og aðrir nefndarmennirnir greiða atkvæði með frv. Það hefir því við engin rök að styðjast, að eg hafi farið hringferð í málinu, eg held þeirri sömu skoðun fram, sem eg hafði upphaflega, og nefndarálitið lætur í ljós.