20.07.1914
Efri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

14. mál, vörutollur

Björn Þorláksson:

Jeg vil leyfa mjer að segja örfá orð um frumvarpið. Efni þess er eigi annað en að undanþiggja þær vörur vörutolli, sem endursendar eru til Íslands frá útlöndum. Mjer finst þetta svo einfalt og sjálfsagt, að engin þörf sje á að setja nefnd í málið. Það má telja víst, að þetta frumvarp sje sprottið af því, að þá er vörutollslögin voru samin, hefir gleymst að setja þar ákvæði um þetta efni í samræmi við 14. gr. tolllaganna. Hjer er því ekki um neitt nýmæli að ræða.

Jeg vænti þess, að frv. fái að fara gegnum deildina nefndarlaust.