25.07.1914
Neðri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

30. mál, siglingalög

Framsögum. (Einar Arnórsson) :

Það er satt, sem eg heyrði einhvern háttv. þm. segja, að hér þarf enga framsögu. Það er að eins ein lítil brtill., sem nefndin hefir komið fram með, og um hana gat eg við 2. umr. málsins. Hún er eingöngu til þess, að hægt sé að fella frumvarpið inn í texta siglingalaganna, án þess að greinatala þeirra raskist.

Það er engin nauðsyn á því, að fella 13. gr. þessa frumvarps, sem er um það, hvenær lögin ganga í gildi, inn í meginmál siglingalaganna, því að eins og menn vita, verða þessi lög líka gefin út sérstök, er þau ná samþykt og staðfestingu.

Annað hefi eg ekki um málið að segja að svo komnu.