27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (1454)

16. mál, beitutekja

Framsm. (Sig. Stefánsson):

Jeg er nú í rauninni ekki mótfallinn því, að þessi athugasemd verði tekin til greina, en hún er algjörlega óþörf, því að það er altítt í lögum að „maður“ merki hið sama sem „lagaleg persóna“. Jeg er að vísu ekki lögfræðingur, en jeg hygg þó, að óhætt sje að fullyrða þetta. „Maður“ getur í lögum þýtt fjelag manna, bæjarfjelag eða sveitafjelag.