06.08.1914
Efri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (1518)

41. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Framsm. (Karl Einarsson) :

Frv. þetta er hingað komið frá háttv. neðri deild, og: hefir það verið flutt inn á þing vegna þess, að ákvæðið í fyrstu málsgrein 2. gr. sjódómalaganna hefir verið skilið svo, að meðdómendur í sjódómi geti að eins þeir orðið, sem hafa tekið stýrimannspróf („navigatörer“). Jeg fyrir mitt leyti álít. nú að vísu þenna skilning á nefndu ákvæði. rangan. En samt sem áður er jeg því meðmæltur, að frumvarp það, sem hjer liggur fyrir, verði samþykt, því að þá takast af öll tvímæli. Nefndinni finst og sjálfsagt, að meðdómendur í sjódómum sitji á landssjóðs kostnað, svo sem aðrir dómarar landsins. Fleira þarf ekki að taka fram um frumvarpið.