04.08.1914
Efri deild: 31. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Karl Einarsson :

Það hefir verið tekið fram hjer í deildinni, hvað eftir annað, að baðlyfin væru dýrari hjá stjórnarráðinu heldur en ef menn pöntuðu þau sjálfir. Jeg veit að vísu ekki um sönnur á þessu, en mun greiða atkv. með 3. gr. frv. í trausti þess, að þetta sje rjett hermt.