04.08.1914
Efri deild: 31. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Karl Einarsson:

Jeg held, að hv. þm. Ísf. (S. St.) hafi misskilið mig nokkuð. Það var ekki mín meining, að bera saman verð á ólíkum tegundum baðlyfja, heldur vildi jeg benda á, að það væri ófært, ef stjórnarráðið seldi sama meðalið fyrir hærra verð en aðrir. En mjer er sagt að svo sje.