06.08.1914
Efri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í B-deild Alþingistíðinda. (1556)

55. mál, vörutollur

Framsögum. (Karl Einarsson):

Hv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.) hefir þegar svarað því, sem móti brtt. nefndarinnar hefir verið haft. En jeg vil taka fram það, sem fyrir mjer vakir. Jeg mótmæli því afdráttarlaust, að frumvarpið sje fram komið til þess að koma sem beztu samræmi á milli laganna og farmskránna; það er ekki komið fram vegna þessa, heldur vegna gufukatlanna, gufuvjelanna, gufuvagnanna og biðreiðanna.

Brtt. okkar við 1. gr. miðar ekki að öðru en því, að koma lögunum í sem mest samræmi við það, sem gjört var á. síðasta þingi, eftir ítarlega rannsókn. Jeg skal ekki deila við háttv. 2. þm. G:-K. (Kr. D.) um það, hvort spaðar og skóflur sjeu hið sama eða ekki; ætla jeg bændunum að skera úr því; en okkur finst ekki rjett, að skipa þeim í flokk með, gufuvjelum og bifreiðum.

Aftur á móti tel jeg rjettast, að setja ljáblöð í þann flokk, sem breytingartillagan fer fram á.

Jeg skal játa það, að breytingartilllögurnar undir stafliðunum a-e eru ekki stórvægilegar í mínum augum, en ekki get jeg þó horfið frá því, að þær sjeu til bóta. Það er rjettara að nefna sjerstakleg fastan vjelaáburð; hann er ekki fluttur í tunnum og ekki dunkum, eins og olíur þær, sem frv. nefnir; á farmskrám er hann nefndur Maskinsmörelse, og er ódýrari en olíur Spengur og rær verða ekki taldar með saum, og því þarf að nefna þær sjerstaklega (Kristinn Daníelsson: En gaddar?) Það er mjög vafasamt, og þótt jeg sje innheimtumaður, verð jeg að játa, að jeg mundi verða í vafa um, í hvaða flokk jeg ætli að skipa þeim, ef ekkert er tekið fram um það., og sama mun vera um háttv. 3. kgk. (Stgr. J.); en meiningarlaust sýnist vera, að taka fjórfalt hærri vörutoll af göddum til járnbrautargjörðar en af járnbrautarteinum.

Jeg tek það upp, að aðalbreytingin á vörutollslögunum hjá háttv. Nd. er sú, að lækka stórum toll á gufukötlum, gufuvjelum, gufuvögnum og bifreiðum.

Nokkrir menn hjer í Reykjavík eru áfram um það, að fá vörutollinn á bifreiðum lækkaðan fjórfalt við það sem nú er; svo hefir tækifærið að einhverju litlu leyti verið notað um leið til að koma á móti meira samræmi á milli vörutollslaganna og farmskírteina, eða rjettara sagt, hefir átt að nota það til þess, þótt miður hafi tekist; en það hefir frá upphafi auðsjáanlega verið aukaatriði.

Það gleður mig, að háttv. 2. þm. (G: K.). (Kr. D.) mótmælir því ekki, að óþarft hafi verið að breyta tolleiningunni og lækka hana um helming frá því sem nú er, eins og frumvarpið ætlast til. Það er að eins til að gjöra innheimtuna örðugri. 10 kg. er nægilega lág tolleining. Vörutollsreikningar mínir að minsta kosti sýna, að ekki fjell mikið úr á meðan hún var 50 kg., máske helst dálítið af vefnaðarvöru, hvað þá eftir að hún var færð niður í 10 kg.

Jeg þarf ekki að fjölyrða um síldina. Það kemur varla til nokkura mála, að hún sje flutt til landsins í ís öðru vísi en til beitu farmgjald er sjálfsagt helmingi hærra á henni ef hún er flutt í ís en ef hún er flutt í tunnum, því að ís og kassar um síldina taka upp svo mikið rúm, vega alt að því jafn mikið og síldin sjálf, og af þyngdinni er svo vörutollur tekinn. Auk þess er síldin alt annað en góð til átu, þegar hún hefir legið hálfan mánuð eða lengur í ís, sumpart í skipi og sumpart í landi; það er þorskur, en varla menn, sem leggja sjer þá síld til munns.

Sjerstaklega legg jeg áherslu á, að liðurinn f. í 1. brtt. nefndarinnar sje samþyktur. Það er nokkur þúsund krónatap fyrir landssjóð árlega, ef færa á gufukatla, gufuvjelar og bifreiðar yfir í 2. flokk, og höfum við ekki ráð á því, enda mundi og margt annað á eftir fylgja og meginreglu laganna við það raskað.