31.07.1914
Efri deild: 24. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Júlíus Havsteen:

Jeg ætla að eins að gjöra eina litla athugasemd viðvíkjandi síðustu grein frumvarpsins. Hún er ekki í samræmi við lögin frá 24. ágúst 1877 um birting laga og tilskipana. Samkvæmt þeim lögum geta engin lög gilt hjer nema þau sjen auglýst í Stjórnartíðindunum A. og B. Fram hjá þessu lagafyrirmæli er gengið í 5, gr. frv. — Að öðru leyti vil jeg að eins benda á það, að ákvæðin í seinni málsgrein 4. greinar eru mjög hörð. En vegna þess, hvað nú stendur sjerstaklega á, ætla jeg mjer ekki að fetta fingur út í það.