02.08.1914
Efri deild: 27. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

108. mál, Norðurálfuófriðurinn

Karl Einarsson:

Jeg ætla að eins að taka það fram, að jeg greiði atkv. með frv., enda þótt jeg álíti það óþarft. En ef til vill friðar það þingmenn og almenning, og því er gott að það sje samþykt.

Jeg álít að það sje hægt samkv. almennum lögum, að gjöra það, sem frv. þetta á að hindra, ef það verður að lögum.