13.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (1739)

23. mál, tollalög

Framsögum. (Björn Þorláksson) :

Jeg vil mótmæla því, að málið verði tekið út af dagskrá. Meiri hluti nefndarinnar er meðmæltur 2. gr., og hv. þm. Vestm. (K. E.) hefði verið innan handar að koma með brtt. sína í gær. En nú er stutt eftir þingtímans og mörg stórmál eftir, sem þurfa að afgreiðast.