08.08.1914
Efri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (1745)

23. mál, tollalög

Karl Einarsson:

Jeg á hjer brtt. á þgskj. 418, og skal jeg leyfa mjer að mæla örfá orð með henni við háttv. deild.

Brtt. miðar að því að gjöra skýrari ákvæði 2 gr. Hún takmarkar heimildina til að opna póstböggla, þannig, að póstafgreiðslumenn einir mega opna þá, um leið og þeir eru afhentir, og að þeir mega ekki opna þá, nema í viðurvist viðtakanda. Jeg vona, að háttv. deild samþykki þessa brtt. Jeg hefi borið hana undir framsögumann nefndarinnar í Nd., og fjellst hann á hana.